Ég horfi aldrei á sjónvarp Sigurjón Kjartansson skrifar 4. október 2006 05:00 Einu sinni var ég að undirbúa grínskets fyrir gamanþátt á Ríkissjónvarpinu og var að reyna að útskýra hvað mig langaði að gera fyrir starfsmanni sem hafði starfað þarna síðan 1966. Ég reyndi að vísa í þekkt minni úr sjónvarps- og kvikmyndasögunni til að gera honum betur grein fyrir hvað ég væri að meina. Þá hristi hann hausinn, brosti, horfði stoltur á mig og sagði: Ég horfi aldrei á sjónvarp. Ég hef ansi oft heyrt þessa setningu: Ég horfi aldrei á sjónvarp. Þessu fylgir vanalega svipur sem er blanda af stolti og meðaumkun og segir: Sjáðu hvað ég er nú sniðugur. Ég er sjálfstæður og óháður og læt ekki mata mig. Þetta er alltsaman gott og blessað, enda ber ég fulla virðingu fyrir fólki sem lætur ekki mata sig. Þegar ég horfi svo yfir það sem gert hefur verið í íslensku sjónvarpi þau 40 ár sem það hefur verið við lýði hugsa ég oft um hvað það er útbreitt meðal íslenskra listamanna að þeir horfa aldrei á sjónvarp. Það hefur nefnilega þótt liggja beinast við þegar sjónvarpið vill framleiða leikið íslenskt sjónvarpsefni að leita einmitt til listamanna, oftast rithöfunda sem hafa náð góðum árangri við ritun góðbókmennta. Ég ætla ekki að fullyrða um það en ég hef á tilfinningunni að stundum hafi rithöfundar tekið verkin að sér í bríaríi, milli annarra og merkilegri verka, hent einhverju saman í hálfgerðum pirringi og niðurstaðan hefur oftar en ekki verið hörmung. Enda hafa rithöfundar þessa lands ekki haft neinar forsendur til að skrifa fyrir sjónvarp. Sú rithöfundastétt sem enn ræður ríkjum hér á landi er að mestu fædd uppúr seinna stríði og fæstir þeirra ólust upp við sjónvarp á sínu heimili. Þegar sjónvarpið kom loksins árið 1966 var það landlægt innan listamannaelítunnar að fordæma sjónvarp eins og hægt var. Íslenskir rithöfundar hafa flestir drukkið í sig það viðhorf með móðurmjólkinni að sjónvarp sé lágmenning. Þessvegna er það varla nema von að leikið íslenskt sjónvarpsefni hafi verið hörmung í áratugi, þegar ofaná kemur að flestir leikstjórar og leikarar landsins hafa alist upp við það viðhorf að sjónvarp komist ekki í hálfkvisti við listræna kvikmynd, að ég tali nú ekki um leikhús. Meðal íslenskra listamanna hefur virðingin fyrir miðlinum ekki verið uppá marga fiska. En á seinni árum höfum við horft til Danmerkur og séð að þar er eitthvað að gerast í gerð leikins sjónvarpsefnis. Svakalega gengur Dönum vel að búa til brilljant sjónvarp, segjum við. Afhverju ætli það sé? Spyrja menn og svara um leið, jú, það er útaf því að danska ríkissjónvarpið hefur eytt svo miklum peningum í þarlenda dagskrárgerð, öfugt við þetta níska íslenska RÚV batterí sem aldrei tímir neinu. Með þessu svari halda menn að þeir hafi hitt naglann á höfuðið, en staðreyndin er sú að þetta er aðeins að hluta til rétt. Það er jú alveg rétt að RÚV hefur ekki eytt nógu miklum pening í íslenska dagskrárgerð en ef svo væri, mundi þá kunnáttan vera fyrir hendi? Kunnum við að búa til svona góða þætti eins og framleiddir eru í Danmörku? Mundu menningarvitar ekki fá sjokk þegar þeir heyra að frumkvöðlar þessarar dönsku sjónvarpsbylgju hafa óhikað sótt þekkingu sína til mekka lágmenningar í heiminum, Bandaríkjanna. Dönsku dramaþættirnir eru unnir með sama verklagi og þekkst hefur í áratugi í Bandaríkjunum og í Danmörku er enginn feiminn við að viðurkenna það. Ég hef mikla trú á því að hér geti í framtíðinni starfað höfundar sem hafa viðurværi sitt eingöngu af því að skrifa leikna sjónvarpsþætti fyrir Íslendinga. En ekki bara Íslendinga, heldur líka útlendinga. Dramaþættir sem gerast á Íslandi og fjalla um líf, ástir og glæpi Íslendinga eiga alveg jafn mikið erindi við fólk í öðrum löndum eins og dramaþættir um líf, ástir og glæpi útlendinga eiga við okkur. Ef við stöndum svipað að framleiðslu íslenskra sjónvarpsþátta og við höfum framleitt allar þessar íslensku bíómyndir sem hafa farið sigurför um evrópu, þá eru leiknir íslenskir sjónvarpsþættir framtíðin. En ef við ætlum að búa til gott leikið sjónvarpsefni verðum við líka að nálgast miðilinn hrokalaust og afla okkur þekkingar og menntunar í skrifum á slíku efni. Við höfum orðið mjög fært fagfólk sem getur annast alla tæknilegu framleiðsluhliðina en það sem okkur vantar enn er grunnurinn, góð handrit. Gott sjónvarpsefni er ekki hrist fram úr erminni og að handritsskrifum á vel heppnuðum sjónvarpsþáttum kemur yfirleitt hópur fólks sem vinnur nótt og dag að sama marki. Til að búa til gott sjónvarp verðum við að hafa ást á miðlinum. Rétt eins og höfundur bóka elskar bækur, eða bíómyndaleikstjóri elskar bíómyndir. Ef ástin er ekki til staðar verður engin nýsköpun. Því langar mig að spyrja þig rithöfundur góður, sem hefur hug á að skrifa fyrir sjónvarp: Elskar þú sjónvarp, eða ert þú kannski einn af þeim sem stæra sig af því að horfa aldrei á sjónvarp? Ef sú er raunin þá legg ég til að þú snúir þér að einhverju öðru. Ræða þessi var flutt í Norræna húsinu, laugardaginn 30. september, á samkomu Bandalags íslenskra listamanna í tilefni 40 ára afmælis Ríkissjónvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Kjartansson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni var ég að undirbúa grínskets fyrir gamanþátt á Ríkissjónvarpinu og var að reyna að útskýra hvað mig langaði að gera fyrir starfsmanni sem hafði starfað þarna síðan 1966. Ég reyndi að vísa í þekkt minni úr sjónvarps- og kvikmyndasögunni til að gera honum betur grein fyrir hvað ég væri að meina. Þá hristi hann hausinn, brosti, horfði stoltur á mig og sagði: Ég horfi aldrei á sjónvarp. Ég hef ansi oft heyrt þessa setningu: Ég horfi aldrei á sjónvarp. Þessu fylgir vanalega svipur sem er blanda af stolti og meðaumkun og segir: Sjáðu hvað ég er nú sniðugur. Ég er sjálfstæður og óháður og læt ekki mata mig. Þetta er alltsaman gott og blessað, enda ber ég fulla virðingu fyrir fólki sem lætur ekki mata sig. Þegar ég horfi svo yfir það sem gert hefur verið í íslensku sjónvarpi þau 40 ár sem það hefur verið við lýði hugsa ég oft um hvað það er útbreitt meðal íslenskra listamanna að þeir horfa aldrei á sjónvarp. Það hefur nefnilega þótt liggja beinast við þegar sjónvarpið vill framleiða leikið íslenskt sjónvarpsefni að leita einmitt til listamanna, oftast rithöfunda sem hafa náð góðum árangri við ritun góðbókmennta. Ég ætla ekki að fullyrða um það en ég hef á tilfinningunni að stundum hafi rithöfundar tekið verkin að sér í bríaríi, milli annarra og merkilegri verka, hent einhverju saman í hálfgerðum pirringi og niðurstaðan hefur oftar en ekki verið hörmung. Enda hafa rithöfundar þessa lands ekki haft neinar forsendur til að skrifa fyrir sjónvarp. Sú rithöfundastétt sem enn ræður ríkjum hér á landi er að mestu fædd uppúr seinna stríði og fæstir þeirra ólust upp við sjónvarp á sínu heimili. Þegar sjónvarpið kom loksins árið 1966 var það landlægt innan listamannaelítunnar að fordæma sjónvarp eins og hægt var. Íslenskir rithöfundar hafa flestir drukkið í sig það viðhorf með móðurmjólkinni að sjónvarp sé lágmenning. Þessvegna er það varla nema von að leikið íslenskt sjónvarpsefni hafi verið hörmung í áratugi, þegar ofaná kemur að flestir leikstjórar og leikarar landsins hafa alist upp við það viðhorf að sjónvarp komist ekki í hálfkvisti við listræna kvikmynd, að ég tali nú ekki um leikhús. Meðal íslenskra listamanna hefur virðingin fyrir miðlinum ekki verið uppá marga fiska. En á seinni árum höfum við horft til Danmerkur og séð að þar er eitthvað að gerast í gerð leikins sjónvarpsefnis. Svakalega gengur Dönum vel að búa til brilljant sjónvarp, segjum við. Afhverju ætli það sé? Spyrja menn og svara um leið, jú, það er útaf því að danska ríkissjónvarpið hefur eytt svo miklum peningum í þarlenda dagskrárgerð, öfugt við þetta níska íslenska RÚV batterí sem aldrei tímir neinu. Með þessu svari halda menn að þeir hafi hitt naglann á höfuðið, en staðreyndin er sú að þetta er aðeins að hluta til rétt. Það er jú alveg rétt að RÚV hefur ekki eytt nógu miklum pening í íslenska dagskrárgerð en ef svo væri, mundi þá kunnáttan vera fyrir hendi? Kunnum við að búa til svona góða þætti eins og framleiddir eru í Danmörku? Mundu menningarvitar ekki fá sjokk þegar þeir heyra að frumkvöðlar þessarar dönsku sjónvarpsbylgju hafa óhikað sótt þekkingu sína til mekka lágmenningar í heiminum, Bandaríkjanna. Dönsku dramaþættirnir eru unnir með sama verklagi og þekkst hefur í áratugi í Bandaríkjunum og í Danmörku er enginn feiminn við að viðurkenna það. Ég hef mikla trú á því að hér geti í framtíðinni starfað höfundar sem hafa viðurværi sitt eingöngu af því að skrifa leikna sjónvarpsþætti fyrir Íslendinga. En ekki bara Íslendinga, heldur líka útlendinga. Dramaþættir sem gerast á Íslandi og fjalla um líf, ástir og glæpi Íslendinga eiga alveg jafn mikið erindi við fólk í öðrum löndum eins og dramaþættir um líf, ástir og glæpi útlendinga eiga við okkur. Ef við stöndum svipað að framleiðslu íslenskra sjónvarpsþátta og við höfum framleitt allar þessar íslensku bíómyndir sem hafa farið sigurför um evrópu, þá eru leiknir íslenskir sjónvarpsþættir framtíðin. En ef við ætlum að búa til gott leikið sjónvarpsefni verðum við líka að nálgast miðilinn hrokalaust og afla okkur þekkingar og menntunar í skrifum á slíku efni. Við höfum orðið mjög fært fagfólk sem getur annast alla tæknilegu framleiðsluhliðina en það sem okkur vantar enn er grunnurinn, góð handrit. Gott sjónvarpsefni er ekki hrist fram úr erminni og að handritsskrifum á vel heppnuðum sjónvarpsþáttum kemur yfirleitt hópur fólks sem vinnur nótt og dag að sama marki. Til að búa til gott sjónvarp verðum við að hafa ást á miðlinum. Rétt eins og höfundur bóka elskar bækur, eða bíómyndaleikstjóri elskar bíómyndir. Ef ástin er ekki til staðar verður engin nýsköpun. Því langar mig að spyrja þig rithöfundur góður, sem hefur hug á að skrifa fyrir sjónvarp: Elskar þú sjónvarp, eða ert þú kannski einn af þeim sem stæra sig af því að horfa aldrei á sjónvarp? Ef sú er raunin þá legg ég til að þú snúir þér að einhverju öðru. Ræða þessi var flutt í Norræna húsinu, laugardaginn 30. september, á samkomu Bandalags íslenskra listamanna í tilefni 40 ára afmælis Ríkissjónvarpsins.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun