Fáir sammála tillögu Samfylkingarinnar 25. september 2006 04:30 Steingrímur J. Sigfússon Viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögum Samfylkingar um lækkun matvöruverðs eru neikvæð. Talsmenn flokkanna segja niðurfellingu innflutningstolla á einu og hálfu ári munu hafa slæm áhrif á íslenskan landbúnað. Einnig sé alls óvíst að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. Tillögur Samfylkingar, sem birtar voru á laugardag, verða lagðar fram á Alþingi í haust. Í þeim felast meðal annars afnám vörugjalds og tolla í áföngum auk lækkunar virðisaukaskatts á mat. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna, yrði íslenskum landbúnaði greitt þungt högg með því að opna fyrir óheftan og jafnvel niðurgreiddan innflutning á einu og hálfu ári. „Það er sýnd veiði en ekki gefin að það skili sér allt til neytenda þó að tollinum yrði létt af." Guðjón Arnar Kristjánsson „Eigi að fella innflutningstolla niður á einu og hálfu ári finnst mér það ansi bratt," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ræða þetta við bændur og innan bændasamtakanna hvernig svona breytingar eiga að eiga sér stað. Það er ekki hægt að gera þetta einhliða og taka ekki tillit til bænda." Arnbjörg Sveinsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá að það geti gengið upp að fella niður innflutningstolla á einu og hálfu ári. Það sé of stuttur aðlögunartími fyrir bændur. „Hins vegar er margt annað í matvöruverðinu sem má skoða, landbúnaðarframleiðslan sem slík er það lítill hluti af innkaupakörfu fjölskyldunnar." Hjálmar árnason „Mér finnst gæta mikillar einföldunar í málflutningi Samfylkingarinnar í þessu máli, staðreyndin er sú að í matarkörfunni eru íslenskar landbúnaðarvörur ekki nema fimm til sjö prósent," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki hvernig á að lækka verðið um tvö hundruð þúsund ef það á einungis að horfa á landbúnað." Hann segir meginatriðið hjá Framsókn vera að lækka matarverð en vera viss um að aðgerðir skili sér í vasa neytenda. Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögum Samfylkingar um lækkun matvöruverðs eru neikvæð. Talsmenn flokkanna segja niðurfellingu innflutningstolla á einu og hálfu ári munu hafa slæm áhrif á íslenskan landbúnað. Einnig sé alls óvíst að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. Tillögur Samfylkingar, sem birtar voru á laugardag, verða lagðar fram á Alþingi í haust. Í þeim felast meðal annars afnám vörugjalds og tolla í áföngum auk lækkunar virðisaukaskatts á mat. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna, yrði íslenskum landbúnaði greitt þungt högg með því að opna fyrir óheftan og jafnvel niðurgreiddan innflutning á einu og hálfu ári. „Það er sýnd veiði en ekki gefin að það skili sér allt til neytenda þó að tollinum yrði létt af." Guðjón Arnar Kristjánsson „Eigi að fella innflutningstolla niður á einu og hálfu ári finnst mér það ansi bratt," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ræða þetta við bændur og innan bændasamtakanna hvernig svona breytingar eiga að eiga sér stað. Það er ekki hægt að gera þetta einhliða og taka ekki tillit til bænda." Arnbjörg Sveinsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá að það geti gengið upp að fella niður innflutningstolla á einu og hálfu ári. Það sé of stuttur aðlögunartími fyrir bændur. „Hins vegar er margt annað í matvöruverðinu sem má skoða, landbúnaðarframleiðslan sem slík er það lítill hluti af innkaupakörfu fjölskyldunnar." Hjálmar árnason „Mér finnst gæta mikillar einföldunar í málflutningi Samfylkingarinnar í þessu máli, staðreyndin er sú að í matarkörfunni eru íslenskar landbúnaðarvörur ekki nema fimm til sjö prósent," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki hvernig á að lækka verðið um tvö hundruð þúsund ef það á einungis að horfa á landbúnað." Hann segir meginatriðið hjá Framsókn vera að lækka matarverð en vera viss um að aðgerðir skili sér í vasa neytenda.
Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira