Upplýsingaflæði milli landa hefði hindrað hryðjuverk 23. september 2006 08:00 hryðjuverkin í madríd Eftir á að hyggja sjá menn nú að koma hefði mátt í veg fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum og Evrópulöndum, hefðu allar upplýsingar sem fyrir lágu borist greiðlega milli öryggisþjónusta. Ef upplýsingar sem lágu fyrir hjá öryggisdeildum hinna ýmsu landa þegar hryðjuverkin í Bandaríkjunum, Balí, London og Madríd voru framin hefðu skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau. Þetta kemur fram í áður óbirtri skýrslu sem Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, lauk nýverið við, en hún fjallaði um Öryggisþjónustu ríkisins, upplýsingagreiningu og öryggismat. Skýrsluna vann Arnar fyrir dómsmálaráðuneytið og Ríkislögreglustjóra, en hún er jafnframt lokaverkefni hans í meistaranámi við Háskóla Íslands. Arnar viðaði að sér ýmsu efni við vinnslu verkefnisins og kynnti sér meðal annars innra starf öryggis- og greiningardeilda Europol og öryggislögreglunnar í Danmörku, svo og stefnu Evrópusambandsins gegn hryðjuverkum. Arnar bendir á að mörg dæmi hafi legið fyrir um togstreitu, samkeppni og valdabaráttu innan löggæslu- og öryggisþjónustusviðs. Meðal annars vegna þess hafi verið gerðar verulegar breytingar á greiningar- og matsaðferðum sumra öryggisþjónustustofnana í Evrópu og stofnaðar sérstakar miðlægar stofnanir sem tóku á móti, greindu og mátu upplýsingar frá öllum sem starfa á sviði öryggismála til þess að ná sem heildstæðastri mynd af þeim ógnum sem steðjuðu að tilteknu landi á hverjum tíma. „Ytri ógnir sem steðja að á Vesturlöndum hafa tekið á sig nýja mynd,“ segir hann enn fremur. „Nú telja flest Vesturlönd að hryðjuverk séu sú ógn sem mest hætta stafar af. Markviss, öflug og vönduð upplýsingagreining á vegum öryggisþjónustustofnana sé lykillinn að vörnum gegn þeirri ógn.“ Þá segir Arnar „afar mikilvægt að tryggja að slík starfsemi vinni ekki gegn hagsmunum almennings eða verði verkfæri í höndum ráðamanna.“ Hvað varðar stöðu mála hér á landi segir Arnar að vöntun á lagaákvæðum og skráðum réttarheimildum varðandi öryggismálaverkefni hafi verið mjög til trafala. Það hafi einnig skapað réttaróvissu bæði gagnvart þeim viðfangsefnum sem öryggismálasvið hjá Ríkislögreglustjóra hafi þurft að sinna og starfsfólki þar. Arnar metur það svo að starfsmenn við öryggis- og greiningardeild sem stofnuð yrði hjá embætti Ríkislögreglustjórans hér á landi þyrftu að vera í það minnsta tólf. Þar af væru fimm lögreglumenn og fimm sérfræðingar á tilteknum sviðum. Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Ef upplýsingar sem lágu fyrir hjá öryggisdeildum hinna ýmsu landa þegar hryðjuverkin í Bandaríkjunum, Balí, London og Madríd voru framin hefðu skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau. Þetta kemur fram í áður óbirtri skýrslu sem Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, lauk nýverið við, en hún fjallaði um Öryggisþjónustu ríkisins, upplýsingagreiningu og öryggismat. Skýrsluna vann Arnar fyrir dómsmálaráðuneytið og Ríkislögreglustjóra, en hún er jafnframt lokaverkefni hans í meistaranámi við Háskóla Íslands. Arnar viðaði að sér ýmsu efni við vinnslu verkefnisins og kynnti sér meðal annars innra starf öryggis- og greiningardeilda Europol og öryggislögreglunnar í Danmörku, svo og stefnu Evrópusambandsins gegn hryðjuverkum. Arnar bendir á að mörg dæmi hafi legið fyrir um togstreitu, samkeppni og valdabaráttu innan löggæslu- og öryggisþjónustusviðs. Meðal annars vegna þess hafi verið gerðar verulegar breytingar á greiningar- og matsaðferðum sumra öryggisþjónustustofnana í Evrópu og stofnaðar sérstakar miðlægar stofnanir sem tóku á móti, greindu og mátu upplýsingar frá öllum sem starfa á sviði öryggismála til þess að ná sem heildstæðastri mynd af þeim ógnum sem steðjuðu að tilteknu landi á hverjum tíma. „Ytri ógnir sem steðja að á Vesturlöndum hafa tekið á sig nýja mynd,“ segir hann enn fremur. „Nú telja flest Vesturlönd að hryðjuverk séu sú ógn sem mest hætta stafar af. Markviss, öflug og vönduð upplýsingagreining á vegum öryggisþjónustustofnana sé lykillinn að vörnum gegn þeirri ógn.“ Þá segir Arnar „afar mikilvægt að tryggja að slík starfsemi vinni ekki gegn hagsmunum almennings eða verði verkfæri í höndum ráðamanna.“ Hvað varðar stöðu mála hér á landi segir Arnar að vöntun á lagaákvæðum og skráðum réttarheimildum varðandi öryggismálaverkefni hafi verið mjög til trafala. Það hafi einnig skapað réttaróvissu bæði gagnvart þeim viðfangsefnum sem öryggismálasvið hjá Ríkislögreglustjóra hafi þurft að sinna og starfsfólki þar. Arnar metur það svo að starfsmenn við öryggis- og greiningardeild sem stofnuð yrði hjá embætti Ríkislögreglustjórans hér á landi þyrftu að vera í það minnsta tólf. Þar af væru fimm lögreglumenn og fimm sérfræðingar á tilteknum sviðum.
Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira