Skiptast á að taka sér frí 23. september 2006 08:15 styttri dagur vegna manneklu Elmar Sölvi og Alvin Smári ásamt foreldrum sínum Steinunni og Steinari. Foreldrarnir hafa báðir þurft að taka sér frí frá vinnu vegna skertrar vistunar strákanna á leikskóla. Steinunn Grétarsdóttir og Steinar Geir Agnarsson eiga tvo stráka á leikskóla sem búið hafa við skerta vistun vegna manneklu undanfarnar vikur. Elmar Sölvi, sextán mánaða er á Vinagerði og Alvin Smári, fjögurra ára er á Kvistaborg en á þessum leikskólum hafa börn búið við skerta vistun vegna manneklu undanfarnar vikur. Steinunn segir að síðustu tvær vikurnar hafi hún þurft að sækja báða drengina áður en hefðbundnum skóladegi lauk en leikskólarnir hafa tekið tillit til þeirra og reynt að samræma skerðinguna eftir megni. Steinunn segir þessa skertu viðveru drengjanna hafa orðið til þess að báðir foreldrar hafi þurft að taka sér frí frá vinnu. Nú í vikunni gerðist eldri sonur okkar yngsti starfsmaður Glitnis þegar hann fór með föður sínum í vinnuna, segir Steinunn en bætir við að yfirmenn þeirra hafi sýnt ástandinu skilning. Steinunn segir ábyrgð á ástandinu liggja hjá ráðamönnum og segir það staðreynd að fjöldi menntaðra leikskólakennara ráði sig í önnur störf þar sem launin séu betri. Ég veit að háskólamenntaður starfsmaður á frístundaheimili sem ber enga ábyrgð fær hærri laun en menntaður deildarstjóri á leikskóla. Steinunn veit til þess að sautján ára starfsmaður hafi verið ráðinn á annan leikskólann sem vistar börn hennar. Mér finnst skjóta skökku við að tala um að gera leikskólann að fyrsta skólastigi á sama tíma og ekki náist að ráða fullorðið fólk til starfa. Steinunn tekur fram að þetta sé ekki áfellisdómur yfir stafsmanninum sem slíkum heldur lýsi þessi staða því hversu alvarlegt ástandið sé. Ég furða mig einnig á því hversu lítið hefur heyrst í formanni leikskólaráðs og hvað stjórnvöld hafa lítið aðhafst til að leysa þennan vanda. Steinunn er í foreldrafélagi Kvistaborgar og segir skerta vistun hafa áhrif á margar fjölskyldur og að foreldrar hafi ýmist þurft að taka sér frí eða fá unglinga eða ömmur til að passa. Helga Hallgrímsdóttir leikskólastjóri á Kvistaborg segir leikskólann verða fullmannaðan frá næstu mánaðamótum og að enginn verði sendur heim í næstu viku. Helga segir einnig að ekki hafi náðst að ráða faglærða starfsmenn í þau störf sem laus voru. Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Steinunn Grétarsdóttir og Steinar Geir Agnarsson eiga tvo stráka á leikskóla sem búið hafa við skerta vistun vegna manneklu undanfarnar vikur. Elmar Sölvi, sextán mánaða er á Vinagerði og Alvin Smári, fjögurra ára er á Kvistaborg en á þessum leikskólum hafa börn búið við skerta vistun vegna manneklu undanfarnar vikur. Steinunn segir að síðustu tvær vikurnar hafi hún þurft að sækja báða drengina áður en hefðbundnum skóladegi lauk en leikskólarnir hafa tekið tillit til þeirra og reynt að samræma skerðinguna eftir megni. Steinunn segir þessa skertu viðveru drengjanna hafa orðið til þess að báðir foreldrar hafi þurft að taka sér frí frá vinnu. Nú í vikunni gerðist eldri sonur okkar yngsti starfsmaður Glitnis þegar hann fór með föður sínum í vinnuna, segir Steinunn en bætir við að yfirmenn þeirra hafi sýnt ástandinu skilning. Steinunn segir ábyrgð á ástandinu liggja hjá ráðamönnum og segir það staðreynd að fjöldi menntaðra leikskólakennara ráði sig í önnur störf þar sem launin séu betri. Ég veit að háskólamenntaður starfsmaður á frístundaheimili sem ber enga ábyrgð fær hærri laun en menntaður deildarstjóri á leikskóla. Steinunn veit til þess að sautján ára starfsmaður hafi verið ráðinn á annan leikskólann sem vistar börn hennar. Mér finnst skjóta skökku við að tala um að gera leikskólann að fyrsta skólastigi á sama tíma og ekki náist að ráða fullorðið fólk til starfa. Steinunn tekur fram að þetta sé ekki áfellisdómur yfir stafsmanninum sem slíkum heldur lýsi þessi staða því hversu alvarlegt ástandið sé. Ég furða mig einnig á því hversu lítið hefur heyrst í formanni leikskólaráðs og hvað stjórnvöld hafa lítið aðhafst til að leysa þennan vanda. Steinunn er í foreldrafélagi Kvistaborgar og segir skerta vistun hafa áhrif á margar fjölskyldur og að foreldrar hafi ýmist þurft að taka sér frí eða fá unglinga eða ömmur til að passa. Helga Hallgrímsdóttir leikskólastjóri á Kvistaborg segir leikskólann verða fullmannaðan frá næstu mánaðamótum og að enginn verði sendur heim í næstu viku. Helga segir einnig að ekki hafi náðst að ráða faglærða starfsmenn í þau störf sem laus voru.
Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira