Pólverjar fengu ekki laun og bjuggu í lélegum bát 22. september 2006 07:45 Við eldunaraðstöðuna Gregor Ceynowa og Bodgan Sawicki segja að vinnuveitendur sínir hafi ekki staðið við samkomulag um laun og húsnæði. Þeir bjuggu um borð í skipi í nokkra mánuði. Eldunarstöðunni komu Pólverjarnir upp en þeir sögðust ekki hafa haft sturtu. MYND/Heiða Tveir Pólverjar segja Íslendinga ekki hafa staðið í skilum með laun og svikið annað samkomulag við þá. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Pólverjarnir voru látnir búa í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn ásamt kærustu annars þeirra og tveimur öðrum. Pólverjarnir komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum og réðu sig í vinnu til Árna Björgvinssonar veitingamanns og Gunnars Leifs Stefánssonar vélstjóra við húsbyggingu á heimili annars þeirra og innréttingar á veitingastað um borð í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn sem er verið að stækka og innrétta sem veitingahús. Mennirnir bjuggu ásamt þremur öðrum í skipinu í nokkra mánuði. Í byrjun var engin eldunaraðstaða önnur en örbylgjuofn en Pólverjarnir komu upp vaski og eldunaraðstöðu. Í skipinu eru skipsklósett en engin sturta, aðeins handlaug með sturtuhaus. Mennirnir gistu í skipskáetum og einn bjó í matsal skipsins. Gregor Ceynowa og Bogdan Sawicki, félagi hans, eru óhressir með viðskipti sín við Íslendingana og telja þá svíkja sig um laun. Þeir hafi jafnvel verið rukkaðir um húsaleigu fyrir gistingu sína um borð í bátnum. Pólverjarnir segja að Árni hafi lofað þeim launum, húsnæði og flugmiðum og að sjá um alla pappírsvinnu gagnvart stjórnvöldum. Þegar þeir hafi krafist þess eftir þriggja vikna vinnu að hann fyndi þeim húsnæði hafi hann útvegað þetta. Árni sagði að Pólverjarnir hefðu ekki unnið fyrir sig. „Ég skulda engum neitt,“ sagði hann og bætti við að Pólverjarnir hefðu sofið í bíl í tvær vikur og ekki átt pening fyrir mat. „Ég reddaði því að þeir gætu sofið um borð í bátnum og myndu hjálpa Gunna fyrir gistinguna,“ sagði hann og kvaðst hafa rétt þeim 15 þúsund kall. „Mér fannst ekkert óeðlilegt að þeir myndu hjálpa Gunna tvo daga fyrir hvern mánuð, sem sagt sex daga hver. Þeir urðu brjálaðir. Svo sættist Gunni á að þeir myndu borga smávegis leigu og hann myndi borga þeim restina,“ sagði Árni og kvaðst hafa lýst því yfir við mennina að hann myndi ábyrgjast greiðsluna á þeim 150 þúsundum sem Gunni skuldaði. Gunnar sagði í gær að hann hefði verið beðinn um að leyfa mönnunum að gista í bátnum. Það væri rangt að aðstaðan væri léleg. Þeir hefðu ekki unnið fyrir sig og hann hefði ekki krafið þá um leigu. „Ég leyfði þeim í góðsemi að vera um borð,“ sagði hann. Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Tveir Pólverjar segja Íslendinga ekki hafa staðið í skilum með laun og svikið annað samkomulag við þá. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Pólverjarnir voru látnir búa í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn ásamt kærustu annars þeirra og tveimur öðrum. Pólverjarnir komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum og réðu sig í vinnu til Árna Björgvinssonar veitingamanns og Gunnars Leifs Stefánssonar vélstjóra við húsbyggingu á heimili annars þeirra og innréttingar á veitingastað um borð í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn sem er verið að stækka og innrétta sem veitingahús. Mennirnir bjuggu ásamt þremur öðrum í skipinu í nokkra mánuði. Í byrjun var engin eldunaraðstaða önnur en örbylgjuofn en Pólverjarnir komu upp vaski og eldunaraðstöðu. Í skipinu eru skipsklósett en engin sturta, aðeins handlaug með sturtuhaus. Mennirnir gistu í skipskáetum og einn bjó í matsal skipsins. Gregor Ceynowa og Bogdan Sawicki, félagi hans, eru óhressir með viðskipti sín við Íslendingana og telja þá svíkja sig um laun. Þeir hafi jafnvel verið rukkaðir um húsaleigu fyrir gistingu sína um borð í bátnum. Pólverjarnir segja að Árni hafi lofað þeim launum, húsnæði og flugmiðum og að sjá um alla pappírsvinnu gagnvart stjórnvöldum. Þegar þeir hafi krafist þess eftir þriggja vikna vinnu að hann fyndi þeim húsnæði hafi hann útvegað þetta. Árni sagði að Pólverjarnir hefðu ekki unnið fyrir sig. „Ég skulda engum neitt,“ sagði hann og bætti við að Pólverjarnir hefðu sofið í bíl í tvær vikur og ekki átt pening fyrir mat. „Ég reddaði því að þeir gætu sofið um borð í bátnum og myndu hjálpa Gunna fyrir gistinguna,“ sagði hann og kvaðst hafa rétt þeim 15 þúsund kall. „Mér fannst ekkert óeðlilegt að þeir myndu hjálpa Gunna tvo daga fyrir hvern mánuð, sem sagt sex daga hver. Þeir urðu brjálaðir. Svo sættist Gunni á að þeir myndu borga smávegis leigu og hann myndi borga þeim restina,“ sagði Árni og kvaðst hafa lýst því yfir við mennina að hann myndi ábyrgjast greiðsluna á þeim 150 þúsundum sem Gunni skuldaði. Gunnar sagði í gær að hann hefði verið beðinn um að leyfa mönnunum að gista í bátnum. Það væri rangt að aðstaðan væri léleg. Þeir hefðu ekki unnið fyrir sig og hann hefði ekki krafið þá um leigu. „Ég leyfði þeim í góðsemi að vera um borð,“ sagði hann.
Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira