Sjúkraliðar flýja lág laun, álag og ofbeldi 21. september 2006 07:45 sjúkraliðanám í Fb Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun. Laun nýútskrifaðra sjúkraliða við LSH eru 146 þúsund krónur á mánuði. Sjúkraliðar á LSH krefjast stofnanasamninga þegar í stað. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjúkraliða sem var haldinn þar fyrr í vikunni. Í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við önnur stéttarfélög hafa þeir lægstlaunuðustu fengið töluvert meiri hækkun en sjúkraliðar, að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, Formanns sjúkraliðafélags Íslands. „Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun en nýútskrifaður 22 ára sjúkraliði á LSH fær 146 þúsund krónur í mánaðarlaun. Við 35 ára aldur eru launin 152.733 krónur." Miðað er við laun 1. maí 2007. Kristín segir að margir nýútskrifaðir sjúkraliðar hafi gerst félagsliðar til að fá hærri laun, en félagsliðar fá 182.537 krónur á mánuði miðað við 35 ára lífaldur. Kristín segir nokkuð um að sjúkraliðar sem gerist félagsliðar starfi á elliheimilium eða á vegum félagsþjónustunnar. „Búið er að gera stofnanasaminga við sjúkraliða á sjálfseignarstofnunum en þar eru launin um 160 þúsund krónur á mánuði óháð lífaldri. Flest sjúkrahús í landinu eiga eftir að gera stofnanasamninga við sjúkraliða ásamt LSH en þeir samningar sem gerðir hafa verið eru í samræmi við stofnanasamninga sem gerðir hafa verið við sjálfseignastofnanir." Kristín segir sjúkraliða á LSH hafa búið við vaxandi álag vegna manneklu ásamt ofbeldi sem átt hafi sér stað á sumum deildum spítalans. „Ofbeldið hefur verið bundið við bráðamóttöku og geðdeildir og árásarmenn gjarnan verið vopnaðir hnífum. Allt þetta eykur álag á sjúkraliða, sem margir gefast upp og hætta. Sem dæmi um manneklu veit ég dæmi þess að á deild þar sem gert er ráð fyrir ellefu stöðugildum sjúkraliða eru aðeins fjórar mannaðar." Kristín segir álagið á öðrum stöðum síst minna en á LSH og nefnir heimahjúkrun í Reykjavík. „Þar eru sjúkraliðar jafnvel að hætta eftir nokkra daga vegna álags sem stafar af fjölda vitjana. Það veldur áhyggjum að sjúkraliðastéttin er að eldast og nú er svo komið að fleiri hætta sökum aldurs en þeir sem útskrifast. Gripið hefur verið til þess ráðs að meta ófaglært fólk inn í sjúkraliðanám til að tryggja nýliðun í stéttinni." Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Sjúkraliðar á LSH krefjast stofnanasamninga þegar í stað. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjúkraliða sem var haldinn þar fyrr í vikunni. Í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við önnur stéttarfélög hafa þeir lægstlaunuðustu fengið töluvert meiri hækkun en sjúkraliðar, að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, Formanns sjúkraliðafélags Íslands. „Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun en nýútskrifaður 22 ára sjúkraliði á LSH fær 146 þúsund krónur í mánaðarlaun. Við 35 ára aldur eru launin 152.733 krónur." Miðað er við laun 1. maí 2007. Kristín segir að margir nýútskrifaðir sjúkraliðar hafi gerst félagsliðar til að fá hærri laun, en félagsliðar fá 182.537 krónur á mánuði miðað við 35 ára lífaldur. Kristín segir nokkuð um að sjúkraliðar sem gerist félagsliðar starfi á elliheimilium eða á vegum félagsþjónustunnar. „Búið er að gera stofnanasaminga við sjúkraliða á sjálfseignarstofnunum en þar eru launin um 160 þúsund krónur á mánuði óháð lífaldri. Flest sjúkrahús í landinu eiga eftir að gera stofnanasamninga við sjúkraliða ásamt LSH en þeir samningar sem gerðir hafa verið eru í samræmi við stofnanasamninga sem gerðir hafa verið við sjálfseignastofnanir." Kristín segir sjúkraliða á LSH hafa búið við vaxandi álag vegna manneklu ásamt ofbeldi sem átt hafi sér stað á sumum deildum spítalans. „Ofbeldið hefur verið bundið við bráðamóttöku og geðdeildir og árásarmenn gjarnan verið vopnaðir hnífum. Allt þetta eykur álag á sjúkraliða, sem margir gefast upp og hætta. Sem dæmi um manneklu veit ég dæmi þess að á deild þar sem gert er ráð fyrir ellefu stöðugildum sjúkraliða eru aðeins fjórar mannaðar." Kristín segir álagið á öðrum stöðum síst minna en á LSH og nefnir heimahjúkrun í Reykjavík. „Þar eru sjúkraliðar jafnvel að hætta eftir nokkra daga vegna álags sem stafar af fjölda vitjana. Það veldur áhyggjum að sjúkraliðastéttin er að eldast og nú er svo komið að fleiri hætta sökum aldurs en þeir sem útskrifast. Gripið hefur verið til þess ráðs að meta ófaglært fólk inn í sjúkraliðanám til að tryggja nýliðun í stéttinni."
Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira