Fríhöfnin þyrfti að efla upplýsingagjöf 21. september 2006 07:00 Vökvi gerður upptækur Dæmi eru þess að vökvi úr Fríhöfninni, til dæmis ilmvötn og rakspírar, hafi verið gerður upptækur í Boston hjá farþegum sem skiptu þar um vélar og héldu áfram til Kanada. Fríður Helgadóttir lenti í þessu og bendir Fríhafnarstarfsmönnum á að vara farþega við þessu. Neytendur Bannað er að fljúga með vökva í handfarangri beint til annarra landa frá Bandaríkjunum, jafnvel þó að vökvinn hafi verið innsiglaður í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, nema hann sé settur í ferðatöskuna áður en flugi er haldið áfram. Það er hins vegar leyfilegt að kaupa vökva í Fríhöfninni og flytja inn til Bandaríkjanna ef vökvinn hefur verið innsiglaður. Misbrestur virðist á því að upplýsingastreymi sé nógu gott hvað þetta varðar. Fríður Helgadóttir, starfsmaður Skjalasafns Kanada, flaug frá Íslandi til Kanada í gegnum Boston fyrir fjórum vikum og fékk þær upplýsingar að það væri í lagi að flytja vökva áfram til Kanada. Það reyndist rangt og var vökvinn, sem hún hafði keypt, gerður upptækur í Boston. Þegar ég kom inn í flugstöðina hér heima var mér réttur miði til allra farþega. Á honum kom fram að það væri bannað að flytja vökva til Bandaríkjanna en tekið fram að farþegar gætu keypt vökva í Fríhöfninni þegar þeir væru búnir að fara í gegnum öryggiseftirlitið. Vörurnar yrðu þá settar í poka og pokinn innsiglaður, segir hún. Ég spurði stúlku sem sat við kassann í Fríhöfninni hvort þetta bann gilti fyrir mig líka eða hvort ég gæti flutt vökvann áfram í handfarangri þar sem ég væri að skipta um vél í Boston. Hún sagði að það væri allt í lagi og var alveg viss um að ég myndi ekki lenda í neinum vandræðum svo lengi sem innsiglið væri órofið. Ég keypti því eina litla flösku sem síðan var tekin af mér og gerð upptæk í Boston. Fríður þekkir dæmi um annan Íslending á leiðinni til Kanada sem hafi keypt rakspíra sem síðan hafi verið gerður upptækur. Hún kveðst hafa sent Jóni Helgasyni verslunarstjóra tölvupóst og beðið hann um að láta starfsfólkið vita en ekki fengið neitt svar. Hún bendir Fríhöfninni á að vara farþega betur við þessu. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir að Fríhöfnin viti af þessu og hafi brýnt þetta fyrir viðskiptavinum en í rauninni ættu ferðaskrifstofurnar að veita þessar upplýsingar. Öryggisstigið í Bandaríkjaflugi breytist nánast daglega og reglurnar séu misjafnar eftir flugvöllum. Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Neytendur Bannað er að fljúga með vökva í handfarangri beint til annarra landa frá Bandaríkjunum, jafnvel þó að vökvinn hafi verið innsiglaður í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, nema hann sé settur í ferðatöskuna áður en flugi er haldið áfram. Það er hins vegar leyfilegt að kaupa vökva í Fríhöfninni og flytja inn til Bandaríkjanna ef vökvinn hefur verið innsiglaður. Misbrestur virðist á því að upplýsingastreymi sé nógu gott hvað þetta varðar. Fríður Helgadóttir, starfsmaður Skjalasafns Kanada, flaug frá Íslandi til Kanada í gegnum Boston fyrir fjórum vikum og fékk þær upplýsingar að það væri í lagi að flytja vökva áfram til Kanada. Það reyndist rangt og var vökvinn, sem hún hafði keypt, gerður upptækur í Boston. Þegar ég kom inn í flugstöðina hér heima var mér réttur miði til allra farþega. Á honum kom fram að það væri bannað að flytja vökva til Bandaríkjanna en tekið fram að farþegar gætu keypt vökva í Fríhöfninni þegar þeir væru búnir að fara í gegnum öryggiseftirlitið. Vörurnar yrðu þá settar í poka og pokinn innsiglaður, segir hún. Ég spurði stúlku sem sat við kassann í Fríhöfninni hvort þetta bann gilti fyrir mig líka eða hvort ég gæti flutt vökvann áfram í handfarangri þar sem ég væri að skipta um vél í Boston. Hún sagði að það væri allt í lagi og var alveg viss um að ég myndi ekki lenda í neinum vandræðum svo lengi sem innsiglið væri órofið. Ég keypti því eina litla flösku sem síðan var tekin af mér og gerð upptæk í Boston. Fríður þekkir dæmi um annan Íslending á leiðinni til Kanada sem hafi keypt rakspíra sem síðan hafi verið gerður upptækur. Hún kveðst hafa sent Jóni Helgasyni verslunarstjóra tölvupóst og beðið hann um að láta starfsfólkið vita en ekki fengið neitt svar. Hún bendir Fríhöfninni á að vara farþega betur við þessu. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir að Fríhöfnin viti af þessu og hafi brýnt þetta fyrir viðskiptavinum en í rauninni ættu ferðaskrifstofurnar að veita þessar upplýsingar. Öryggisstigið í Bandaríkjaflugi breytist nánast daglega og reglurnar séu misjafnar eftir flugvöllum.
Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira