Viðskipti innlent

Stjórnarformaður Íslands valinn

Jón Sigurðsson Viðskipta- og iðnaðarráðherra mun afhenda stjórnarformanni Íslands verðlaun.
Jón Sigurðsson Viðskipta- og iðnaðarráðherra mun afhenda stjórnarformanni Íslands verðlaun.

Í dag verður tilkynnt hver hefur hlotið nafnbótina Stjórnarformaður Íslands 2006. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn með formlegum hætti hér á landi en tilgangurinn með því er að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa og stuðla að bættu viðskiptasiðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við fulltrúa háskóla og atvinnnulífsins.

Í tengslum við valið fer fram ráðstefna á Hótel Nordica í dag þar sem fjallað verður um mikilvægi orðspors og farið yfir kannanir sem hafa verið gerðar um það efni. Margt áhugaverðra fyrirlesara verður á ráðstefnunni og í lok hennar mun Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, flytja erindi og afhenda Stjórnarformanni Íslands verðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×