Segir forstjórann sekan 20. september 2006 00:01 fallni forstjórinn Takefumi Horie, fyrrverandi forstjóri netfyrirtækisins Livedoor, ásamt bílstjóra er hann kom til réttarhaldanna í Tókýó í Japan á föstudag. Markaðurinn/AP Ryoji Miyauchi, fyrrverandi fjármálastjóri japanska netfyrirtækisins Livedoor, fór í vitnastúkuna í bókhaldssvikamáli gegn fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins í héraðsdómi í Tókýó í Japan á föstudag í síðustu viku. Miyauchi sagði Takefumi Horie, stofnanda og fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, hafa vísvitandi falsað afkomutölur fyrirtækisins á síðasta ári og látið sem fyrirtækið hefði skilað hagnaði þegar afkoman var í raun á hinn veginn. Þegar upp komst að fjármálayfirvöld í Japan væru að rannsaka bókhaldssvik fyrirtækisins í janúar síðastliðnum reyndu fjölmargir fjárfestar að losa sig við bréf í fyrirtækinu með þeim afleiðingum að tölvukerfi kauphallarinnar í Tókýó hrundi og varð að loka fyrir viðskipti í henni tuttugu mínútum fyrir venjulegan lokunartíma. Fyrirtækið, sem enn er starfandi, var afskráð úr kauphöllinni vegna svikanna í apríl síðastliðnum. Yfirlýsing fjármálastjórans fyrrverandi þykir áfangasigur fyrir saksóknaraembættið í Japan og auka líkurnar á að Horie, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu, verði sakfelldur fyrir brot sín. Verði hann fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi.- jab Viðskipti Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ryoji Miyauchi, fyrrverandi fjármálastjóri japanska netfyrirtækisins Livedoor, fór í vitnastúkuna í bókhaldssvikamáli gegn fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins í héraðsdómi í Tókýó í Japan á föstudag í síðustu viku. Miyauchi sagði Takefumi Horie, stofnanda og fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, hafa vísvitandi falsað afkomutölur fyrirtækisins á síðasta ári og látið sem fyrirtækið hefði skilað hagnaði þegar afkoman var í raun á hinn veginn. Þegar upp komst að fjármálayfirvöld í Japan væru að rannsaka bókhaldssvik fyrirtækisins í janúar síðastliðnum reyndu fjölmargir fjárfestar að losa sig við bréf í fyrirtækinu með þeim afleiðingum að tölvukerfi kauphallarinnar í Tókýó hrundi og varð að loka fyrir viðskipti í henni tuttugu mínútum fyrir venjulegan lokunartíma. Fyrirtækið, sem enn er starfandi, var afskráð úr kauphöllinni vegna svikanna í apríl síðastliðnum. Yfirlýsing fjármálastjórans fyrrverandi þykir áfangasigur fyrir saksóknaraembættið í Japan og auka líkurnar á að Horie, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu, verði sakfelldur fyrir brot sín. Verði hann fundinn sekur getur hann átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi.- jab
Viðskipti Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira