Sterling stefnir að hagnaði 20. september 2006 00:01 Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segist lítið geta tjáð sig um það hvort FL Group, eigendur félagsins, skoði sameiningu við önnur lággjaldaflugfélög eða þann möguleika að skrá félagið í kauphöll. FL Group er auðvitað fjárfestingafélag og hljóti að skoða alla kosti. Báðir kostir hljóti að koma til greina, enda er eigandi Sterling, FL Group, fjárfestingafélag þegar allt kemur til alls. "Við erum ekkert að vinna í því að sameinast öðrum félögum í dag, en maður getur aldrei kastað slíkum tækifærum frá sér. Ég hef oft vaknað á morgnana og spurt sjálfan mig hvers vegna í ósköpunum við sameinuðumst Maersk. Þegar upp er staðið þá sé ég að það var auðvitað rétt ákvörðun." Gríðarlegur tími hefur farið í það að samþætta rekstur Sterlings og Maersk Air en nú er ár liðið frá því félögin voru sameinuð. Félagið skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi eftir samfelldan hallarekstur í gegnum tíðina, en tap á fyrri hluta ársins nam 1,8 milljarði króna. "Árið 2006 stefnir í hagnað sem í reynd er ótrúlegur árangur á einu ári. Þetta var margfalt betra en þessi félög hafa gert nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi verið búnir að gleyma því hjá Maersk að það hafi verið til plús í tölvunum." Þrátt fyrir þetta er það mat Almars að fátt hafi unnið með félaginu. "Við höfum verið að reka fyrirtæki og sameina á sama tíma, við höfum því miður lent í deilum við stóran hluta starfsfólksins og olíuverð er 70-80 prósent hærra en á síðasta ári." Á sama tíma hafi frábært sumar í Danmörku, ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs, skopmyndamálið og fuglaflensan tvímælalaust haft áhrif. - eþa / sjá bls. 10 Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segist lítið geta tjáð sig um það hvort FL Group, eigendur félagsins, skoði sameiningu við önnur lággjaldaflugfélög eða þann möguleika að skrá félagið í kauphöll. FL Group er auðvitað fjárfestingafélag og hljóti að skoða alla kosti. Báðir kostir hljóti að koma til greina, enda er eigandi Sterling, FL Group, fjárfestingafélag þegar allt kemur til alls. "Við erum ekkert að vinna í því að sameinast öðrum félögum í dag, en maður getur aldrei kastað slíkum tækifærum frá sér. Ég hef oft vaknað á morgnana og spurt sjálfan mig hvers vegna í ósköpunum við sameinuðumst Maersk. Þegar upp er staðið þá sé ég að það var auðvitað rétt ákvörðun." Gríðarlegur tími hefur farið í það að samþætta rekstur Sterlings og Maersk Air en nú er ár liðið frá því félögin voru sameinuð. Félagið skilaði hagnaði á öðrum ársfjórðungi eftir samfelldan hallarekstur í gegnum tíðina, en tap á fyrri hluta ársins nam 1,8 milljarði króna. "Árið 2006 stefnir í hagnað sem í reynd er ótrúlegur árangur á einu ári. Þetta var margfalt betra en þessi félög hafa gert nokkru sinni áður. Ég held að menn hafi verið búnir að gleyma því hjá Maersk að það hafi verið til plús í tölvunum." Þrátt fyrir þetta er það mat Almars að fátt hafi unnið með félaginu. "Við höfum verið að reka fyrirtæki og sameina á sama tíma, við höfum því miður lent í deilum við stóran hluta starfsfólksins og olíuverð er 70-80 prósent hærra en á síðasta ári." Á sama tíma hafi frábært sumar í Danmörku, ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs, skopmyndamálið og fuglaflensan tvímælalaust haft áhrif. - eþa / sjá bls. 10
Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira