Leiðin vörðuð að miðstöð fjármála 13. september 2006 00:01 Í kauphöllinni í Frankfurt. Hér sést verðbréfamiðlari í Frankfurt í Þýskalandi að störfum, en borgin er oft kölluð fjármálamiðstöð Evrópu. Nefnd kannar möguleika á því að laða hingað alþjóðlega fjármálastarfsemi. MYND/AFP Nefnd forsætisráðherra sem skipuð var í nóvember í fyrra til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnishæfni er langt komin í störfum sínum. Þegar nefndin var skipuð var gert ráð fyrir að hún skilaði tillögum í vor, en samkvæmt heimilidum Markaðarins er allt útlit fyrir að þeim verði skilað í næsta mánuði. Nefndinni, sem Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra skipaði, var falið að reifa þau tækifæri sem alþjóðleg fjármálastarfsemi skapaði og þann ávinning sem af henni kynnu að hljótast fyrir efnahags- og atvinnulíf hér. Meðal þess sem nefndin hefur skoðað eru lög og reglur um fjármálastarfsemi, fjármagnsmarkað, skattheimtu og félagaumsvif með það fyrir augum hvort gera þyrfti umbætur á löggjöf til að ýta undir alþjóðlega fjármálastarfsemi hér. Þá var nefndinni einnig ætlað að undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum- og reglugerðum, væri þeirra þörf. "Framrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi er afsprengi ákvarðana sem teknar voru um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, um frelsi í vaxtaákvörðunum, um einkavæðingu ríkisbanka og um hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Því ber brýna nauðsyn til þess að huga að því hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að áframhald geti orðið á þróun fjármálastarfseminnar á Íslandi," segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Formaður nefndarinnar er Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, en hún var einnig skipuð Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Pálma Haraldssyni framkvæmdastjóra, Ásdísi Höllu Bragadóttur, forstjóra BYKO, Jóni Sigurðssyni, sem þá var seðlabankastjóri en er nú iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hauki Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra LSR, Huldu Dóru Styrmisdóttur ráðgjafa, Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Sambands banka og verðbréfafyrirtækja, Halldóri B. Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, og Katrínu Ólafsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sjá meira
Nefnd forsætisráðherra sem skipuð var í nóvember í fyrra til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnishæfni er langt komin í störfum sínum. Þegar nefndin var skipuð var gert ráð fyrir að hún skilaði tillögum í vor, en samkvæmt heimilidum Markaðarins er allt útlit fyrir að þeim verði skilað í næsta mánuði. Nefndinni, sem Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra skipaði, var falið að reifa þau tækifæri sem alþjóðleg fjármálastarfsemi skapaði og þann ávinning sem af henni kynnu að hljótast fyrir efnahags- og atvinnulíf hér. Meðal þess sem nefndin hefur skoðað eru lög og reglur um fjármálastarfsemi, fjármagnsmarkað, skattheimtu og félagaumsvif með það fyrir augum hvort gera þyrfti umbætur á löggjöf til að ýta undir alþjóðlega fjármálastarfsemi hér. Þá var nefndinni einnig ætlað að undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum- og reglugerðum, væri þeirra þörf. "Framrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi er afsprengi ákvarðana sem teknar voru um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, um frelsi í vaxtaákvörðunum, um einkavæðingu ríkisbanka og um hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Því ber brýna nauðsyn til þess að huga að því hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að áframhald geti orðið á þróun fjármálastarfseminnar á Íslandi," segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Formaður nefndarinnar er Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, en hún var einnig skipuð Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Pálma Haraldssyni framkvæmdastjóra, Ásdísi Höllu Bragadóttur, forstjóra BYKO, Jóni Sigurðssyni, sem þá var seðlabankastjóri en er nú iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hauki Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra LSR, Huldu Dóru Styrmisdóttur ráðgjafa, Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Sambands banka og verðbréfafyrirtækja, Halldóri B. Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, og Katrínu Ólafsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík.
Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sjá meira