Viðskipti innlent

Glitnir og LÍ ósammála um útboðsgengi Exista.

Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans eru ekki einhuga um útboðsgengi fjármálaþjónustufyrir­tækisins Exista, sem skráð verður á markað í næstu viku. Glitnir segir að að teknu tilliti til nokkurra þátta þá sé útboðsgengið sanngjarnt sem og innra virði félagsins (Q-gildi) en hlutfall markaðsvirðis og eigin fjár er um 1,3.

Landsbankinn telur að þótt Exista sé spennandi fjármálafyrirtæki sé útboðsgengið hátt og geri verðlagningin ráð fyrir hárri ávöxtun eigin fjár sem verði að vera talsvert umfram markaðsávöxtun. Bankinn er þó þeirrar skoðunar að til skamms tíma muni bréf Exista líklega hækka og hjálpi þar til hagstæðar markaðsaðstæður og lítið flot bréfa. Að mati Landsbankans er Síminn, sem er 44 prósent í eigu Exista, sanngjarnt metinn en VÍS er aftur á móti hátt metið.

Útboðsgengi Exista liggur á bilinu 19,5-21,5 króna á hlut.- eþa





Fleiri fréttir

Sjá meira


×