Gardell vill komast í digra sjóði Volvo 7. september 2006 09:04 Volvo er annar stærsti framleiðandi vörubíla í heiminum. Christer Gardell, sænskur kaupahéðinn sem myndaði bandalag með Burðarási í Skandia, hefur eignast fimm prósenta hlut í Volvo og er þar með orðinn annar stærsti hluthafinn á eftir Renault. Í frétt Financial Times (FT) segir Gardell að með kaupunum vilji hann þrýsta á stjórn að ganga á sjóði félagsins. Hann vill að félagið greiði út tæpa 190 milljarða króna í arð eða kaupi eigin hlutabréf á markaði og leggur auk þess til að hlutar af starfsemi Volvo verði seldir. Samkvæmt heimildum FT er um að ræða flugþróunardeild og fjárfestingaarm félagsins. Félagið er undirverðlagt að mati Gardells: ¿Það er verðlagt á 53 prósent af veltu og endurspeglar ekki viðvarandi arðsemi félagsins. Við teljum að hlutfallið ætti að vera eitt hundrað prósent.¿ Gardell lofar verk Leifs Johansson, forstjóra Volvo, en telur að íhaldssamir stjórnarmenn haldi forstjóranum niðri. Sjálfur hefur Gardell óskað eftir því að sitja stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúi og hyggst taka sæti í stjórn á næsta aðalfundi. Stjórn félagsins hefur álitið mikilvægt að geta gripið í handbært fé til að ráðast í yfirtöku á öðrum fyrirtækjum. Hlutur Renault er um 21 prósent og er talið að hluturinn sé falur fyrir rétt verð. Kemur því til greina að Volvo kaupi hlutinn. Hlutabréf í Volvo hækkuðu um tvö prósent í gær og endaði hluturinn í genginu 428. Kaupþing í Svíþjóð mælir nú með kaupum í Volvo og metur bréfin á 446 sænskar krónur á hlut. - eþa Viðskipti Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Christer Gardell, sænskur kaupahéðinn sem myndaði bandalag með Burðarási í Skandia, hefur eignast fimm prósenta hlut í Volvo og er þar með orðinn annar stærsti hluthafinn á eftir Renault. Í frétt Financial Times (FT) segir Gardell að með kaupunum vilji hann þrýsta á stjórn að ganga á sjóði félagsins. Hann vill að félagið greiði út tæpa 190 milljarða króna í arð eða kaupi eigin hlutabréf á markaði og leggur auk þess til að hlutar af starfsemi Volvo verði seldir. Samkvæmt heimildum FT er um að ræða flugþróunardeild og fjárfestingaarm félagsins. Félagið er undirverðlagt að mati Gardells: ¿Það er verðlagt á 53 prósent af veltu og endurspeglar ekki viðvarandi arðsemi félagsins. Við teljum að hlutfallið ætti að vera eitt hundrað prósent.¿ Gardell lofar verk Leifs Johansson, forstjóra Volvo, en telur að íhaldssamir stjórnarmenn haldi forstjóranum niðri. Sjálfur hefur Gardell óskað eftir því að sitja stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúi og hyggst taka sæti í stjórn á næsta aðalfundi. Stjórn félagsins hefur álitið mikilvægt að geta gripið í handbært fé til að ráðast í yfirtöku á öðrum fyrirtækjum. Hlutur Renault er um 21 prósent og er talið að hluturinn sé falur fyrir rétt verð. Kemur því til greina að Volvo kaupi hlutinn. Hlutabréf í Volvo hækkuðu um tvö prósent í gær og endaði hluturinn í genginu 428. Kaupþing í Svíþjóð mælir nú með kaupum í Volvo og metur bréfin á 446 sænskar krónur á hlut. - eþa
Viðskipti Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira