Aukinn áhugi á Actavis í kjölfar PLIVA-slagsins 6. september 2006 00:01 Róbert Wessman Forstjóri Actavis heldur tölu á ársfundi félagsins fyrr á árinu. Félagið finnur nú fyrir stórauknum áhuga erlendis og er talið með betur kynntum íslenskum félögum. MYND/Heiða Metaðsókn var á kynningarfund sem Actavis boðaði til í kjölfar endurskoðaðs tilboðs í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Fundurinn var ætlaður erlendum fjárfestum og greiningaraðilum. Um 120 aðilar hringdu inn á fundinn, þar af um hundrað erlendir. Þetta er mesta aðsókn sem við höfum fengið á okkar kynningarfundi en yfirleitt erum við með um fimmtíu erlenda aðila á okkar kynningarfundum á netinu, segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta hjá Actavis og kveður áhugavert að sjá hvernig margir af stærstu fjárfestingarsjóðum heimsins séu farnir að sýna félaginu áhuga, sem og margir af sterkustu erlendu greiningaraðilunum. PLIVA er þó ekki eitt og sér að vekja áhuga manna því Actavis er í dag í hópi fimm stærstu og stefna okkar og árangur hefur vakið mikla athygli. Og þá sérstaklega öflugt stjórnendateymi félagsins. Halldór segir að nú þegar séu nokkrir af stærstu fjárfestingarsjóðum í lyfjaiðnaði farnir að fjárfesta í félaginu, þótt þær fjárfestingar beri enn mark þess að þeir séu að prófa sig áfram og hafi ekki enn tekið stórar stöður. Halldór telur að ekkert annað íslenskt félag sé jafn vel þekkt meðal erlendra fjárfesta og banka, eða hafi markaðssett félagið jafn markvisst gagnvart erlendum fjölmiðlum og fjármálaheiminum. Þá er Actavis fyrsta íslenska félagið sem fær erlenda greiningaraðila til að greina félagið, en tveir til þrír erlendir greiningaraðilar hafa staðfest að nýjar greiningar á félaginu komi út á næstu mánuðum, bætir hann við. Að auki hefur Actavis haft að því frumkvæði að fá inn í Kauphöll Íslands nýjan kauphallaraðila og hafa stjórnendur Kauphallarinnar tekið því vel. Búast má við að því ferli ljúki fljótlega og mun það styrkja mikið markaðssetningu Actavis og annarra félaga í Kauphöllinni gagnvart erlendum fjárfestum, þar sem um er að ræða eitt af stærstu fjármálafyrirtækjum heimsins og það langstærsta sem sýnt hefur íslenska markaðnum áhuga. Við teljum að mikil tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki að markaðssetja sig gagnvart erlendum fjárfestum og við teljum það reyndar nauðsynlegt til að stuðla að frekari vexti markaðarins hér. Þá teljum við að ákveðnar breytingar þurfi að verða á umhverfinu hér til að fjárfestar muni fjárfesta hér í auknum mæli. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að félögin hér fái þekkta erlenda greiningaraðila til að meta rekstur félaganna reglulega, að sterkari kauphallaraðilar komi hér inn á markaðinn og væri sameining kauphalla á Norðurlöndunum jákvætt skref í því samhengi. Þá getur skráning hlutafjár í evrum haft mjög jákvæð áhrif og minnkað áhættu erlendra fjárfesta vegna fjárfestinga hér, auk þess sem íslenskir aðilar gætu þá keypt bréf í evrum og fjármagnað sig í þeim gjaldmiðli, segir Halldór. Viðskipti Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Metaðsókn var á kynningarfund sem Actavis boðaði til í kjölfar endurskoðaðs tilboðs í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Fundurinn var ætlaður erlendum fjárfestum og greiningaraðilum. Um 120 aðilar hringdu inn á fundinn, þar af um hundrað erlendir. Þetta er mesta aðsókn sem við höfum fengið á okkar kynningarfundi en yfirleitt erum við með um fimmtíu erlenda aðila á okkar kynningarfundum á netinu, segir Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta hjá Actavis og kveður áhugavert að sjá hvernig margir af stærstu fjárfestingarsjóðum heimsins séu farnir að sýna félaginu áhuga, sem og margir af sterkustu erlendu greiningaraðilunum. PLIVA er þó ekki eitt og sér að vekja áhuga manna því Actavis er í dag í hópi fimm stærstu og stefna okkar og árangur hefur vakið mikla athygli. Og þá sérstaklega öflugt stjórnendateymi félagsins. Halldór segir að nú þegar séu nokkrir af stærstu fjárfestingarsjóðum í lyfjaiðnaði farnir að fjárfesta í félaginu, þótt þær fjárfestingar beri enn mark þess að þeir séu að prófa sig áfram og hafi ekki enn tekið stórar stöður. Halldór telur að ekkert annað íslenskt félag sé jafn vel þekkt meðal erlendra fjárfesta og banka, eða hafi markaðssett félagið jafn markvisst gagnvart erlendum fjölmiðlum og fjármálaheiminum. Þá er Actavis fyrsta íslenska félagið sem fær erlenda greiningaraðila til að greina félagið, en tveir til þrír erlendir greiningaraðilar hafa staðfest að nýjar greiningar á félaginu komi út á næstu mánuðum, bætir hann við. Að auki hefur Actavis haft að því frumkvæði að fá inn í Kauphöll Íslands nýjan kauphallaraðila og hafa stjórnendur Kauphallarinnar tekið því vel. Búast má við að því ferli ljúki fljótlega og mun það styrkja mikið markaðssetningu Actavis og annarra félaga í Kauphöllinni gagnvart erlendum fjárfestum, þar sem um er að ræða eitt af stærstu fjármálafyrirtækjum heimsins og það langstærsta sem sýnt hefur íslenska markaðnum áhuga. Við teljum að mikil tækifæri séu fyrir íslensk fyrirtæki að markaðssetja sig gagnvart erlendum fjárfestum og við teljum það reyndar nauðsynlegt til að stuðla að frekari vexti markaðarins hér. Þá teljum við að ákveðnar breytingar þurfi að verða á umhverfinu hér til að fjárfestar muni fjárfesta hér í auknum mæli. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að félögin hér fái þekkta erlenda greiningaraðila til að meta rekstur félaganna reglulega, að sterkari kauphallaraðilar komi hér inn á markaðinn og væri sameining kauphalla á Norðurlöndunum jákvætt skref í því samhengi. Þá getur skráning hlutafjár í evrum haft mjög jákvæð áhrif og minnkað áhættu erlendra fjárfesta vegna fjárfestinga hér, auk þess sem íslenskir aðilar gætu þá keypt bréf í evrum og fjármagnað sig í þeim gjaldmiðli, segir Halldór.
Viðskipti Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira