Viðskipti innlent

Innflutningur dregst saman

Bílabreiða Bílainnflutningur var með minnsta móti í júlímánuði.
Bílabreiða Bílainnflutningur var með minnsta móti í júlímánuði.

Útlit er fyrir að vöruskiptahalli hafi dregist töluvert saman milli mánaða, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni. Verðmæti vöruútflutnings í ágúst var 16,6 milljarðar króna en innflutningur á vörum nam alls 28,3 milljörðum. Halli á vöruskiptum var því tæplega tólf milljarðar króna í mánuðinum, sem er þriðjungi minni halli en í júlí þegar methalli var á vöruskiptum.

Í Morgunkorni Glitnis segir að þótt aðstæður hafi að mörgu leyti verið hagstæðar í júlí hvað útflutning varðar megi fyrst og fremst rekja viðsnúning í vöruskiptahallanum til minnkandi innflutnings. Dróst hann saman um sextán prósent milli mánaða á sama tíma og útflutningur jókst um 7,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×