Viðskipti innlent

Enn fjölgar gistinóttum

Hótel Saga Gistinóttum á íslenskum hótelum fjölgaði um ellefu prósent milli ára.
Hótel Saga Gistinóttum á íslenskum hótelum fjölgaði um ellefu prósent milli ára.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um ellefu prósent í júlí miðað við árið á undan, samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Voru gistinæturnar 175.900 miðað við 158 þúsund í sama mánuði í fyrra. Fjölgunin, sem má bæði rekja til Íslendinga og útlendinga, nam tíu prósentum frá fyrra ári sé litið á fyrstu sjö mánuði ársins.

Gistinóttum í júlí fjölgaði í öllum landshlutum en þó hlutfallslega mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða, þar sem fjölgunin var um fimmtán prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um rúm þrettán prósent, á Norðurlandi um 78 prósent, á Austurlandi um sex prósent og á Suðurlandi um fjögur prósent.

Á sama tíma og gistinóttum fjölgaði jókst gistirými í júlímánuði og fór fjöldi herbergja úr 3.773 í fyrra í 3.886 í ár, sem var þriggja prósenta aukning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×