Viðskipti erlent

Lokað á fjölmiðlakóng

Conrad Black Fjölmiðla­kóngurinn Conrad Black stýrði þriðja stærsta fjölmiðlafyrirtæki í heimi en varð að taka poka sinn vegn ásakana um stórfelld fjársvik. Markaðurinn/AP
Conrad Black Fjölmiðla­kóngurinn Conrad Black stýrði þriðja stærsta fjölmiðlafyrirtæki í heimi en varð að taka poka sinn vegn ásakana um stórfelld fjársvik. Markaðurinn/AP

Dómstóll í Kanada úrskurðaði í síðustu viku að öll viðskipti með eignir Conrads Black, fyrrum forstjóra kana­dísku fjölmiðlasamsteypunnar Hollinger International, sem eitt sinn var þriðja stærsta fjölmiðlaveldi heims, skyldu stöðvuð á heimsvísu.

Black á yfir höfði sér dóm fyrir fjárdrátt og bókhaldssvik í Bandaríkjunum og Kanada. Samkvæmt úrskurðinum, sem nær bæði til eigna Conrad Black og eiginkonu hans og bankareikninga þeirra, þá munu þau ekki geta hreyft við reikningum sínum og verða að leita til dómstóla eftir heimild fyrir auknum fjárútlátum. Það er hins vegar fjarri að þau hjónakorn þurfi að herða sultarólina því dómstóllinn veitti þeim 20.000 dala eða tæplega 1,4 milljónir króna, í vasapening í hverjum mánuði.

Black var í lok síðasta árs ákærður fyrir fjárdrátt ásamt fleiri fyrrum stjórnendum Hollinger International fyrir að hafa dregið sér nær 84 milljónir dala eða jafnvirði tæplega 5,8 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum fyrirtækisins.

Á meðal eigna Hollinger International var útgáfufélag breska dagblaðsins Daily Telegraph og Jerusalem Post en þau voru bæði seld ásamt fleiri eignum á hausttdögum í fyrra.

Réttarhöld yfir Black hefjast í Kanada á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×