Telja í lagi að Davíð tjái sig um pólitík 5. september 2006 07:45 Helgi S. Guðmundsson Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir ekkert óeðlilegt við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fjalli um pólitísk álitamál á opinberum vettvangi. Þvert á móti sé það eðlilegt. „Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Davíð Oddsson tjái sig um slík mál og það er ekkert í ráðningarsamningi hans um að hann afsali sér réttinum til að tjá sig,“ segir Helgi. Davíð ræddi um Kárahnjúkavirkjun og umræðuna um greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum, gagnrýndi framgöngu Davíðs í viðtali við RÚV á laugardag, og sagði ummæli hans draga úr trúverðugleika bankans. Helgi er á öðru máli og segir ekkert í orðum Davíðs rýra trúverðugleikann. „Virkjunin hefur með efnahagsmál að gera, stjórnarandstaðan hefur lagt til að fyllingu Hálslóns verði frestað og ég spyr hvaða efnahagslegu afleiðingar gæti það haft í för með sér,“ segir Helgi. Davíð var einnig í Kastljósinu á sunnudag og fór þar hörðum orðum um dómskerfið. Hann sagði slæmt að það gæti ekki tekið stór mál til meðferðar og vitnaði til Baugsmálsins og Málverkafölsunarmálsins. Helgi gerir engar athugasemdir við þau orð Davíðs. Spurður hvort hér gæti stefnubreytingar af hálfu Seðlabankans og hvort bankastjórarnir muni eftirleiðis tjá sig oftar um þjóðfélagsmál segir Helgi svo ekki vera. „Það er undir einstaklingunum komið hvort þeir vilja tjá sig um málefni líðandi stundar eða ekki.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir fá dæmi þess að seðlabankastjórar tjái sig um önnur mál en þau sem falla undir starfssvið þeirra og almennt blandi embættismenn sér ekki í flokkspólitísk hitamál. Óumdeilt sé að þeir hafi rétt til að tjá sig en álitamál hvort það sé heppilegt. Til dæmis eigi seðlabankastjóri að ráðleggja ríkisstjórnum og geti þurft að ráðleggja ólíkum stjórnmálamönnum og ólíkum ríkisstjórnum. Gunnar Helgi segir enn fremur að ekki þurfi að koma á óvart þótt Davíð hafi skoðanir, hann hafi jú verið forsætisráðherra í rúm þrettán ár. „Vandinn liggur frekar í pólitískum ráðningum seðlabankastjóra en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.“ Innlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir ekkert óeðlilegt við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fjalli um pólitísk álitamál á opinberum vettvangi. Þvert á móti sé það eðlilegt. „Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Davíð Oddsson tjái sig um slík mál og það er ekkert í ráðningarsamningi hans um að hann afsali sér réttinum til að tjá sig,“ segir Helgi. Davíð ræddi um Kárahnjúkavirkjun og umræðuna um greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum, gagnrýndi framgöngu Davíðs í viðtali við RÚV á laugardag, og sagði ummæli hans draga úr trúverðugleika bankans. Helgi er á öðru máli og segir ekkert í orðum Davíðs rýra trúverðugleikann. „Virkjunin hefur með efnahagsmál að gera, stjórnarandstaðan hefur lagt til að fyllingu Hálslóns verði frestað og ég spyr hvaða efnahagslegu afleiðingar gæti það haft í för með sér,“ segir Helgi. Davíð var einnig í Kastljósinu á sunnudag og fór þar hörðum orðum um dómskerfið. Hann sagði slæmt að það gæti ekki tekið stór mál til meðferðar og vitnaði til Baugsmálsins og Málverkafölsunarmálsins. Helgi gerir engar athugasemdir við þau orð Davíðs. Spurður hvort hér gæti stefnubreytingar af hálfu Seðlabankans og hvort bankastjórarnir muni eftirleiðis tjá sig oftar um þjóðfélagsmál segir Helgi svo ekki vera. „Það er undir einstaklingunum komið hvort þeir vilja tjá sig um málefni líðandi stundar eða ekki.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir fá dæmi þess að seðlabankastjórar tjái sig um önnur mál en þau sem falla undir starfssvið þeirra og almennt blandi embættismenn sér ekki í flokkspólitísk hitamál. Óumdeilt sé að þeir hafi rétt til að tjá sig en álitamál hvort það sé heppilegt. Til dæmis eigi seðlabankastjóri að ráðleggja ríkisstjórnum og geti þurft að ráðleggja ólíkum stjórnmálamönnum og ólíkum ríkisstjórnum. Gunnar Helgi segir enn fremur að ekki þurfi að koma á óvart þótt Davíð hafi skoðanir, hann hafi jú verið forsætisráðherra í rúm þrettán ár. „Vandinn liggur frekar í pólitískum ráðningum seðlabankastjóra en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.“
Innlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira