Telja í lagi að Davíð tjái sig um pólitík 5. september 2006 07:45 Helgi S. Guðmundsson Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir ekkert óeðlilegt við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fjalli um pólitísk álitamál á opinberum vettvangi. Þvert á móti sé það eðlilegt. „Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Davíð Oddsson tjái sig um slík mál og það er ekkert í ráðningarsamningi hans um að hann afsali sér réttinum til að tjá sig,“ segir Helgi. Davíð ræddi um Kárahnjúkavirkjun og umræðuna um greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum, gagnrýndi framgöngu Davíðs í viðtali við RÚV á laugardag, og sagði ummæli hans draga úr trúverðugleika bankans. Helgi er á öðru máli og segir ekkert í orðum Davíðs rýra trúverðugleikann. „Virkjunin hefur með efnahagsmál að gera, stjórnarandstaðan hefur lagt til að fyllingu Hálslóns verði frestað og ég spyr hvaða efnahagslegu afleiðingar gæti það haft í för með sér,“ segir Helgi. Davíð var einnig í Kastljósinu á sunnudag og fór þar hörðum orðum um dómskerfið. Hann sagði slæmt að það gæti ekki tekið stór mál til meðferðar og vitnaði til Baugsmálsins og Málverkafölsunarmálsins. Helgi gerir engar athugasemdir við þau orð Davíðs. Spurður hvort hér gæti stefnubreytingar af hálfu Seðlabankans og hvort bankastjórarnir muni eftirleiðis tjá sig oftar um þjóðfélagsmál segir Helgi svo ekki vera. „Það er undir einstaklingunum komið hvort þeir vilja tjá sig um málefni líðandi stundar eða ekki.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir fá dæmi þess að seðlabankastjórar tjái sig um önnur mál en þau sem falla undir starfssvið þeirra og almennt blandi embættismenn sér ekki í flokkspólitísk hitamál. Óumdeilt sé að þeir hafi rétt til að tjá sig en álitamál hvort það sé heppilegt. Til dæmis eigi seðlabankastjóri að ráðleggja ríkisstjórnum og geti þurft að ráðleggja ólíkum stjórnmálamönnum og ólíkum ríkisstjórnum. Gunnar Helgi segir enn fremur að ekki þurfi að koma á óvart þótt Davíð hafi skoðanir, hann hafi jú verið forsætisráðherra í rúm þrettán ár. „Vandinn liggur frekar í pólitískum ráðningum seðlabankastjóra en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.“ Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, segir ekkert óeðlilegt við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fjalli um pólitísk álitamál á opinberum vettvangi. Þvert á móti sé það eðlilegt. „Mér finnst fullkomlega eðlilegt að Davíð Oddsson tjái sig um slík mál og það er ekkert í ráðningarsamningi hans um að hann afsali sér réttinum til að tjá sig,“ segir Helgi. Davíð ræddi um Kárahnjúkavirkjun og umræðuna um greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum, gagnrýndi framgöngu Davíðs í viðtali við RÚV á laugardag, og sagði ummæli hans draga úr trúverðugleika bankans. Helgi er á öðru máli og segir ekkert í orðum Davíðs rýra trúverðugleikann. „Virkjunin hefur með efnahagsmál að gera, stjórnarandstaðan hefur lagt til að fyllingu Hálslóns verði frestað og ég spyr hvaða efnahagslegu afleiðingar gæti það haft í för með sér,“ segir Helgi. Davíð var einnig í Kastljósinu á sunnudag og fór þar hörðum orðum um dómskerfið. Hann sagði slæmt að það gæti ekki tekið stór mál til meðferðar og vitnaði til Baugsmálsins og Málverkafölsunarmálsins. Helgi gerir engar athugasemdir við þau orð Davíðs. Spurður hvort hér gæti stefnubreytingar af hálfu Seðlabankans og hvort bankastjórarnir muni eftirleiðis tjá sig oftar um þjóðfélagsmál segir Helgi svo ekki vera. „Það er undir einstaklingunum komið hvort þeir vilja tjá sig um málefni líðandi stundar eða ekki.“ Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir fá dæmi þess að seðlabankastjórar tjái sig um önnur mál en þau sem falla undir starfssvið þeirra og almennt blandi embættismenn sér ekki í flokkspólitísk hitamál. Óumdeilt sé að þeir hafi rétt til að tjá sig en álitamál hvort það sé heppilegt. Til dæmis eigi seðlabankastjóri að ráðleggja ríkisstjórnum og geti þurft að ráðleggja ólíkum stjórnmálamönnum og ólíkum ríkisstjórnum. Gunnar Helgi segir enn fremur að ekki þurfi að koma á óvart þótt Davíð hafi skoðanir, hann hafi jú verið forsætisráðherra í rúm þrettán ár. „Vandinn liggur frekar í pólitískum ráðningum seðlabankastjóra en að Davíð hafi pólitískar skoðanir.“
Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira