Utanríkismál orðið innanríkismál Róbert Trausti Árnason skrifar 5. september 2006 05:15 Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkjanna 15. mars sl. um brottför varnarliðsins atlaga að okkur? Nei - ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynningin segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í samstarfi við grannþjóðir. Íslandi er ekki um megn að taka á sig þær skyldur sjálfstæðs ríkis að tryggja öryggi borgarana, hvað svo sem sagt er af efasemdarfólki. Komið er að því að endurnýja stefnuna í varnar- og öryggismálum og afla því sjónarmiði fylgis að nú látum við að okkur kveða í þeim málum án bandarísks varnarliðs, enda verðum við hvort eða er að leysa það lið af hólmi til að tryggja varnir og öryggi landsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur réttilega bent á það að þetta markar þáttaskil innan stjórnarráðsins og leiðir til nýrra starfshátta og nýrrar verkaskiptingar milli ráðuneyta. Varnar- og öryggismál Íslands eru nú meira innanríkismál en utanríkismál og því eiga fagráðuneyti að taka við þessum málum. Nú blasir það við að endurskipuleggja íslenska stjórnkerfið til að bregðast rétt við breyttum kringumstæðum með allri ábyrgð okkar sjálfra á eigin vörnum og öryggi. Ég hef heyrt málsmetandi aðila mæra borgaralegt andóf og hvetja fólk til að brjóta lög og óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. En sömu aðilar sumir hverjir skipta litum þegar rætt er um öryggi borgara og ríkisins. Í mínum huga er það tóm tjara að verja réttinn til andófs og óhlýðni en ekki réttinn til sjálfsvarnar. Undanfarin misseri hefur verið rætt um hlutverk og skipulag stjórnvalda í baráttu við glæpa- og hryðjuverkasamtök. Afbrotatíðni á Íslandi er fremur lág og Ísland er sennilega enn sem komið er ekki meðal aðalskotmarka alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka þó að alþjóðleg glæpasamtök geri nú vart við sig hér. Skipan löreglumála hér á landi hefur reynst fullnægjandi gegn glæpum og árásum sem eiga rætur sínar innan lands. Engu að síður ber að gæta þess, að það virðist tiltölulega auðvelt að framkvæma árás utan frá. Við verðum því að leggja okkar af mörkum í baráttu gegn glæpa- og hryðjuverkasamtökum og því komumst við ekki hjá því að sjá til þess að lagalegur grunnur sé fyrir fullnægjandi skipulagi og tilhögun hjá löggæslu- og öryggisstofnunum hér á landi til þess að þær meti og rannsaki þær hættur sem við blasa. Ógnin er viðvarandi hvort sem framhjá henni er horft eða gert er sem minnst úr henni. Hætta sú sem stafar af glæpa- og hryðjuverkasamtökum er því raunveruleg og hún vex hér á landi ef ekkert er að gert og Ísland verður þá ekki jafningi í samfélagi grannþjóða ef varnar- og öryggisráðstafanir stjórnvalda hér á landi verða taldar ófullnægjandi. Hvað er að því að sett séu lög sem heimila rannsóknir og mat á því hvaða ógnir steðja að Íslandi? Björn Bjarnason hefur lög að mæla þegar hann segir að það hái umræðum og að þær fari alltaf á byrjunarreit, þegar minnst er á einhverja þætti varnar- og öryggismála sem við eigum sjálf að sinna, hvað þá heldur nýjungar í þeim efnum og málefnaleg rök séu þar gerð að hornrekum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkjanna 15. mars sl. um brottför varnarliðsins atlaga að okkur? Nei - ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynningin segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í samstarfi við grannþjóðir. Íslandi er ekki um megn að taka á sig þær skyldur sjálfstæðs ríkis að tryggja öryggi borgarana, hvað svo sem sagt er af efasemdarfólki. Komið er að því að endurnýja stefnuna í varnar- og öryggismálum og afla því sjónarmiði fylgis að nú látum við að okkur kveða í þeim málum án bandarísks varnarliðs, enda verðum við hvort eða er að leysa það lið af hólmi til að tryggja varnir og öryggi landsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur réttilega bent á það að þetta markar þáttaskil innan stjórnarráðsins og leiðir til nýrra starfshátta og nýrrar verkaskiptingar milli ráðuneyta. Varnar- og öryggismál Íslands eru nú meira innanríkismál en utanríkismál og því eiga fagráðuneyti að taka við þessum málum. Nú blasir það við að endurskipuleggja íslenska stjórnkerfið til að bregðast rétt við breyttum kringumstæðum með allri ábyrgð okkar sjálfra á eigin vörnum og öryggi. Ég hef heyrt málsmetandi aðila mæra borgaralegt andóf og hvetja fólk til að brjóta lög og óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. En sömu aðilar sumir hverjir skipta litum þegar rætt er um öryggi borgara og ríkisins. Í mínum huga er það tóm tjara að verja réttinn til andófs og óhlýðni en ekki réttinn til sjálfsvarnar. Undanfarin misseri hefur verið rætt um hlutverk og skipulag stjórnvalda í baráttu við glæpa- og hryðjuverkasamtök. Afbrotatíðni á Íslandi er fremur lág og Ísland er sennilega enn sem komið er ekki meðal aðalskotmarka alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka þó að alþjóðleg glæpasamtök geri nú vart við sig hér. Skipan löreglumála hér á landi hefur reynst fullnægjandi gegn glæpum og árásum sem eiga rætur sínar innan lands. Engu að síður ber að gæta þess, að það virðist tiltölulega auðvelt að framkvæma árás utan frá. Við verðum því að leggja okkar af mörkum í baráttu gegn glæpa- og hryðjuverkasamtökum og því komumst við ekki hjá því að sjá til þess að lagalegur grunnur sé fyrir fullnægjandi skipulagi og tilhögun hjá löggæslu- og öryggisstofnunum hér á landi til þess að þær meti og rannsaki þær hættur sem við blasa. Ógnin er viðvarandi hvort sem framhjá henni er horft eða gert er sem minnst úr henni. Hætta sú sem stafar af glæpa- og hryðjuverkasamtökum er því raunveruleg og hún vex hér á landi ef ekkert er að gert og Ísland verður þá ekki jafningi í samfélagi grannþjóða ef varnar- og öryggisráðstafanir stjórnvalda hér á landi verða taldar ófullnægjandi. Hvað er að því að sett séu lög sem heimila rannsóknir og mat á því hvaða ógnir steðja að Íslandi? Björn Bjarnason hefur lög að mæla þegar hann segir að það hái umræðum og að þær fari alltaf á byrjunarreit, þegar minnst er á einhverja þætti varnar- og öryggismála sem við eigum sjálf að sinna, hvað þá heldur nýjungar í þeim efnum og málefnaleg rök séu þar gerð að hornrekum.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar