Viðskipti innlent

Samdráttur í dagvöruverslun

Vísbendingar eru um samdrátt í hagkerfinu.
Vísbendingar eru um samdrátt í hagkerfinu.

Dagvöruverslun dróst saman um 3,9 prósent í júlí samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar (RSV). Velta í dagvöruverslun var 0,6 prósentum minni í júlí en á sama tíma í fyrra. Mestur samdráttur varð í áfengiskaupum, eða 18,2 prósent milli ára.

Í tilkynningu frá RSV segir að samdráttur í dagvöruveltu veiti vísbendingu um að töluvert sé að draga úr veltu í hagkerfinu. Minni áfengiskaup skýrist þó að mestu af tímasetningu verslunarmannahelgarinnar sem hafi verið tiltölulega seint í ár miðað við í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×