Ónægar upplýsingar kjarninn í gagnrýni 23. ágúst 2006 07:45 Pálmi Jóhannesson á fundinum Pálmi lagði sig allan fram við að útskýra flókna verkfræði Kárahnjúkavirkjunar fyrir fundargestum með einföldum hætti. Hann sést hér fara yfir ýmis verkfræðileg mál sem upp geta komið vegna Hálslóns. MYND/GVA Öðru fremur stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka af upplýsingaskorti og ónægri umræðu. Þetta segir Pálmi Jóhannesson, einn þeirra sem unnu að hönnun Kárahnjúkastíflu en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Landsvirkjun í gær. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu, hafa raunvísindamenn deilt um það að undanförnu hvort jarðvísindalegar athuganir á svæðinu við Kárahnjúka hafi verið nægilegar, en Landsvirkjun hefur vísað því á bug að athuganir á svæðinu hafi ekki verið nógu miklar. Pálmi, sem tekið hefur þátt í hönnun stíflna víða um heim, segir gagnrýnina á virkjanaframkvæmdirnar ekki eiga rétt á sér. „Fyrst og fremst stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa af upplýsingaskorti. „Ég held að fólk vinni sig ekki nægilega vel að kjarna málsins áður en það fer að gagnrýna efnisatriði þess. Þetta er flókið mál sem unnið hefur verið að árum saman og það er ekki vilji neins að vinna að þessu verkefni með óvönduðum hætti. Það hefur verið unnið að öllum þáttum þessa verkefnisins af mikilli yfirvegun og það er alveg ljóst að við hönnun stíflunnar er fyllsta öryggis gætt.“' Sérfræðingar sem hafa verið til ráðgjafar vegna Kárahnjúkavirkjunar, Brasilíumaðurinn Nelson Pinto, Norðmaðurinn Kaare Höeg og Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sögðu Kárahnjúkavirkjun vera örugga og ekki þyrfti að óttast það að hún myndi leka of mikið. Eins og ítarlega hefur verið gerð grein fyrir í Fréttablaðinu, rannsökuðu jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson sprungur og misgengi við framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka seinnipart árs 2004 og 2005, og leiddi það í ljós að sprungusveimar frá Kverkfjallaeldstöðinni væru nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið. Sérfræðingarnir þrír sögðu óþarft að hafa áhyggjur af því að sprungur í Hálslónsbotni myndu leka of mikið, en reiknað er með leka sem sé innan viðráðanlegra marka. Jarðvísindamenn hafa að undanförnu deilt á starfshætti Landsvirkjunar. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðiprófessor í Rhode Island-háskóla í Bandaríkjunum, sagði í Fréttablaðinu að bygging Káravirkjunar væri „ískyggileg bíræfni“ þar sem misgengi og sprungur undir framkvæmdasvæðinu væru virkar í jarðfræðilegum skilningi. Þá sagðist Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur hafa „mikla ónotatilfinningu fyrir stíflustæðinu“, í viðtali við Fréttablaðið 29. júlí síðastliðinn. Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Öðru fremur stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka af upplýsingaskorti og ónægri umræðu. Þetta segir Pálmi Jóhannesson, einn þeirra sem unnu að hönnun Kárahnjúkastíflu en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Landsvirkjun í gær. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu, hafa raunvísindamenn deilt um það að undanförnu hvort jarðvísindalegar athuganir á svæðinu við Kárahnjúka hafi verið nægilegar, en Landsvirkjun hefur vísað því á bug að athuganir á svæðinu hafi ekki verið nógu miklar. Pálmi, sem tekið hefur þátt í hönnun stíflna víða um heim, segir gagnrýnina á virkjanaframkvæmdirnar ekki eiga rétt á sér. „Fyrst og fremst stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa af upplýsingaskorti. „Ég held að fólk vinni sig ekki nægilega vel að kjarna málsins áður en það fer að gagnrýna efnisatriði þess. Þetta er flókið mál sem unnið hefur verið að árum saman og það er ekki vilji neins að vinna að þessu verkefni með óvönduðum hætti. Það hefur verið unnið að öllum þáttum þessa verkefnisins af mikilli yfirvegun og það er alveg ljóst að við hönnun stíflunnar er fyllsta öryggis gætt.“' Sérfræðingar sem hafa verið til ráðgjafar vegna Kárahnjúkavirkjunar, Brasilíumaðurinn Nelson Pinto, Norðmaðurinn Kaare Höeg og Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sögðu Kárahnjúkavirkjun vera örugga og ekki þyrfti að óttast það að hún myndi leka of mikið. Eins og ítarlega hefur verið gerð grein fyrir í Fréttablaðinu, rannsökuðu jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson sprungur og misgengi við framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka seinnipart árs 2004 og 2005, og leiddi það í ljós að sprungusveimar frá Kverkfjallaeldstöðinni væru nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið. Sérfræðingarnir þrír sögðu óþarft að hafa áhyggjur af því að sprungur í Hálslónsbotni myndu leka of mikið, en reiknað er með leka sem sé innan viðráðanlegra marka. Jarðvísindamenn hafa að undanförnu deilt á starfshætti Landsvirkjunar. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðiprófessor í Rhode Island-háskóla í Bandaríkjunum, sagði í Fréttablaðinu að bygging Káravirkjunar væri „ískyggileg bíræfni“ þar sem misgengi og sprungur undir framkvæmdasvæðinu væru virkar í jarðfræðilegum skilningi. Þá sagðist Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur hafa „mikla ónotatilfinningu fyrir stíflustæðinu“, í viðtali við Fréttablaðið 29. júlí síðastliðinn.
Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira