Ónægar upplýsingar kjarninn í gagnrýni 23. ágúst 2006 07:45 Pálmi Jóhannesson á fundinum Pálmi lagði sig allan fram við að útskýra flókna verkfræði Kárahnjúkavirkjunar fyrir fundargestum með einföldum hætti. Hann sést hér fara yfir ýmis verkfræðileg mál sem upp geta komið vegna Hálslóns. MYND/GVA Öðru fremur stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka af upplýsingaskorti og ónægri umræðu. Þetta segir Pálmi Jóhannesson, einn þeirra sem unnu að hönnun Kárahnjúkastíflu en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Landsvirkjun í gær. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu, hafa raunvísindamenn deilt um það að undanförnu hvort jarðvísindalegar athuganir á svæðinu við Kárahnjúka hafi verið nægilegar, en Landsvirkjun hefur vísað því á bug að athuganir á svæðinu hafi ekki verið nógu miklar. Pálmi, sem tekið hefur þátt í hönnun stíflna víða um heim, segir gagnrýnina á virkjanaframkvæmdirnar ekki eiga rétt á sér. „Fyrst og fremst stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa af upplýsingaskorti. „Ég held að fólk vinni sig ekki nægilega vel að kjarna málsins áður en það fer að gagnrýna efnisatriði þess. Þetta er flókið mál sem unnið hefur verið að árum saman og það er ekki vilji neins að vinna að þessu verkefni með óvönduðum hætti. Það hefur verið unnið að öllum þáttum þessa verkefnisins af mikilli yfirvegun og það er alveg ljóst að við hönnun stíflunnar er fyllsta öryggis gætt.“' Sérfræðingar sem hafa verið til ráðgjafar vegna Kárahnjúkavirkjunar, Brasilíumaðurinn Nelson Pinto, Norðmaðurinn Kaare Höeg og Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sögðu Kárahnjúkavirkjun vera örugga og ekki þyrfti að óttast það að hún myndi leka of mikið. Eins og ítarlega hefur verið gerð grein fyrir í Fréttablaðinu, rannsökuðu jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson sprungur og misgengi við framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka seinnipart árs 2004 og 2005, og leiddi það í ljós að sprungusveimar frá Kverkfjallaeldstöðinni væru nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið. Sérfræðingarnir þrír sögðu óþarft að hafa áhyggjur af því að sprungur í Hálslónsbotni myndu leka of mikið, en reiknað er með leka sem sé innan viðráðanlegra marka. Jarðvísindamenn hafa að undanförnu deilt á starfshætti Landsvirkjunar. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðiprófessor í Rhode Island-háskóla í Bandaríkjunum, sagði í Fréttablaðinu að bygging Káravirkjunar væri „ískyggileg bíræfni“ þar sem misgengi og sprungur undir framkvæmdasvæðinu væru virkar í jarðfræðilegum skilningi. Þá sagðist Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur hafa „mikla ónotatilfinningu fyrir stíflustæðinu“, í viðtali við Fréttablaðið 29. júlí síðastliðinn. Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Öðru fremur stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka af upplýsingaskorti og ónægri umræðu. Þetta segir Pálmi Jóhannesson, einn þeirra sem unnu að hönnun Kárahnjúkastíflu en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Landsvirkjun í gær. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu, hafa raunvísindamenn deilt um það að undanförnu hvort jarðvísindalegar athuganir á svæðinu við Kárahnjúka hafi verið nægilegar, en Landsvirkjun hefur vísað því á bug að athuganir á svæðinu hafi ekki verið nógu miklar. Pálmi, sem tekið hefur þátt í hönnun stíflna víða um heim, segir gagnrýnina á virkjanaframkvæmdirnar ekki eiga rétt á sér. „Fyrst og fremst stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa af upplýsingaskorti. „Ég held að fólk vinni sig ekki nægilega vel að kjarna málsins áður en það fer að gagnrýna efnisatriði þess. Þetta er flókið mál sem unnið hefur verið að árum saman og það er ekki vilji neins að vinna að þessu verkefni með óvönduðum hætti. Það hefur verið unnið að öllum þáttum þessa verkefnisins af mikilli yfirvegun og það er alveg ljóst að við hönnun stíflunnar er fyllsta öryggis gætt.“' Sérfræðingar sem hafa verið til ráðgjafar vegna Kárahnjúkavirkjunar, Brasilíumaðurinn Nelson Pinto, Norðmaðurinn Kaare Höeg og Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sögðu Kárahnjúkavirkjun vera örugga og ekki þyrfti að óttast það að hún myndi leka of mikið. Eins og ítarlega hefur verið gerð grein fyrir í Fréttablaðinu, rannsökuðu jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson sprungur og misgengi við framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka seinnipart árs 2004 og 2005, og leiddi það í ljós að sprungusveimar frá Kverkfjallaeldstöðinni væru nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið. Sérfræðingarnir þrír sögðu óþarft að hafa áhyggjur af því að sprungur í Hálslónsbotni myndu leka of mikið, en reiknað er með leka sem sé innan viðráðanlegra marka. Jarðvísindamenn hafa að undanförnu deilt á starfshætti Landsvirkjunar. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðiprófessor í Rhode Island-háskóla í Bandaríkjunum, sagði í Fréttablaðinu að bygging Káravirkjunar væri „ískyggileg bíræfni“ þar sem misgengi og sprungur undir framkvæmdasvæðinu væru virkar í jarðfræðilegum skilningi. Þá sagðist Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur hafa „mikla ónotatilfinningu fyrir stíflustæðinu“, í viðtali við Fréttablaðið 29. júlí síðastliðinn.
Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira