Stefnt að niðurstöðu fyrir októberlok 22. ágúst 2006 07:45 Tankar olíufélaganna Rannsókn á samráði olíufélaganna hefur tekið langan tíma enda málið umfangsmikið og flókið. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins vegna málsins er meira en þúsund blaðsíður á lengd. MYND/Vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson, lögmaður hjá ríkissaksóknara, vonast til þess að geta lokið vinnu vegna rannsóknarinnar á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Helgi Magnús kom úr sumarfríi í gær en hann hefur til þessa haft umsjón með málinu fyrir hönd ríkissaksóknara. Rannsókn á samráði olíufélaganna er langt komin en óvíst er ennþá hvenær málinu lýkur. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sendi málið til ríkissaksóknara í nóvember á síðasta ári og lauk þar með afskiptum embættisins af málinu. Helgi Magnús vonast til þess að sú vinna sem eftir er gangi hratt og vel fyrir sig, en hún er langt komin. „Ég get ekkert sagt til um það hvenær málinu lýkur af okkar hálfu. Stefnan er sett á að ljúka því fyrir októberlok en það er ekkert öruggt í þeim efnum. Þetta er stórt og umfangsmikið mál, og stærra heldur en algengt er með samráðsmál erlendis, þar sem brotin snerta almenna starfsemi félaganna yfir langan tíma,“ sagði Helgi Magnús í gær. Hinn 28.október 2004 voru olíufélögin sem áttu aðild að máli sektuð um 2,6 milljarða króna fyrir samráð. Áfrýjunarnefndin lækkaði sektirnar í 1,5 milljarða króna 29. janúar 2005. Sektir Kers og Olís voru lækkaðar þar sem félögin sýndu samstarfsvilja með samkeppnisyfirvöldum, en sektir Skeljungs stóðu þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs. Í viðtali við Fréttablaðið 1. febrúar á þessu ári sagði Helgi Magnús 34 einstaklinga hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins. Hann hefur þó gefið til kynna í viðtali við Fréttablaðið að þetta kynni að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Helgi Magnús hefur jafnframt staðfest að málið verði umtalsvert umfangsminna heldur en það var hjá samkeppnisyfirvöldum, en þar ræður mestu að töluvert meiri sönnunarkröfur eru gerðar í opinberum málum heldur en málum sem samkeppnisyfirvöld úrskurða í. Samkeppniseftirlitið hefur þegar hafnað öllum kröfum olíufélaganna um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar. Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson, lögmaður hjá ríkissaksóknara, vonast til þess að geta lokið vinnu vegna rannsóknarinnar á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Helgi Magnús kom úr sumarfríi í gær en hann hefur til þessa haft umsjón með málinu fyrir hönd ríkissaksóknara. Rannsókn á samráði olíufélaganna er langt komin en óvíst er ennþá hvenær málinu lýkur. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sendi málið til ríkissaksóknara í nóvember á síðasta ári og lauk þar með afskiptum embættisins af málinu. Helgi Magnús vonast til þess að sú vinna sem eftir er gangi hratt og vel fyrir sig, en hún er langt komin. „Ég get ekkert sagt til um það hvenær málinu lýkur af okkar hálfu. Stefnan er sett á að ljúka því fyrir októberlok en það er ekkert öruggt í þeim efnum. Þetta er stórt og umfangsmikið mál, og stærra heldur en algengt er með samráðsmál erlendis, þar sem brotin snerta almenna starfsemi félaganna yfir langan tíma,“ sagði Helgi Magnús í gær. Hinn 28.október 2004 voru olíufélögin sem áttu aðild að máli sektuð um 2,6 milljarða króna fyrir samráð. Áfrýjunarnefndin lækkaði sektirnar í 1,5 milljarða króna 29. janúar 2005. Sektir Kers og Olís voru lækkaðar þar sem félögin sýndu samstarfsvilja með samkeppnisyfirvöldum, en sektir Skeljungs stóðu þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs. Í viðtali við Fréttablaðið 1. febrúar á þessu ári sagði Helgi Magnús 34 einstaklinga hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins. Hann hefur þó gefið til kynna í viðtali við Fréttablaðið að þetta kynni að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Helgi Magnús hefur jafnframt staðfest að málið verði umtalsvert umfangsminna heldur en það var hjá samkeppnisyfirvöldum, en þar ræður mestu að töluvert meiri sönnunarkröfur eru gerðar í opinberum málum heldur en málum sem samkeppnisyfirvöld úrskurða í. Samkeppniseftirlitið hefur þegar hafnað öllum kröfum olíufélaganna um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar.
Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira