Stefnt að niðurstöðu fyrir októberlok 22. ágúst 2006 07:45 Tankar olíufélaganna Rannsókn á samráði olíufélaganna hefur tekið langan tíma enda málið umfangsmikið og flókið. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins vegna málsins er meira en þúsund blaðsíður á lengd. MYND/Vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson, lögmaður hjá ríkissaksóknara, vonast til þess að geta lokið vinnu vegna rannsóknarinnar á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Helgi Magnús kom úr sumarfríi í gær en hann hefur til þessa haft umsjón með málinu fyrir hönd ríkissaksóknara. Rannsókn á samráði olíufélaganna er langt komin en óvíst er ennþá hvenær málinu lýkur. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sendi málið til ríkissaksóknara í nóvember á síðasta ári og lauk þar með afskiptum embættisins af málinu. Helgi Magnús vonast til þess að sú vinna sem eftir er gangi hratt og vel fyrir sig, en hún er langt komin. „Ég get ekkert sagt til um það hvenær málinu lýkur af okkar hálfu. Stefnan er sett á að ljúka því fyrir októberlok en það er ekkert öruggt í þeim efnum. Þetta er stórt og umfangsmikið mál, og stærra heldur en algengt er með samráðsmál erlendis, þar sem brotin snerta almenna starfsemi félaganna yfir langan tíma,“ sagði Helgi Magnús í gær. Hinn 28.október 2004 voru olíufélögin sem áttu aðild að máli sektuð um 2,6 milljarða króna fyrir samráð. Áfrýjunarnefndin lækkaði sektirnar í 1,5 milljarða króna 29. janúar 2005. Sektir Kers og Olís voru lækkaðar þar sem félögin sýndu samstarfsvilja með samkeppnisyfirvöldum, en sektir Skeljungs stóðu þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs. Í viðtali við Fréttablaðið 1. febrúar á þessu ári sagði Helgi Magnús 34 einstaklinga hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins. Hann hefur þó gefið til kynna í viðtali við Fréttablaðið að þetta kynni að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Helgi Magnús hefur jafnframt staðfest að málið verði umtalsvert umfangsminna heldur en það var hjá samkeppnisyfirvöldum, en þar ræður mestu að töluvert meiri sönnunarkröfur eru gerðar í opinberum málum heldur en málum sem samkeppnisyfirvöld úrskurða í. Samkeppniseftirlitið hefur þegar hafnað öllum kröfum olíufélaganna um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar. Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson, lögmaður hjá ríkissaksóknara, vonast til þess að geta lokið vinnu vegna rannsóknarinnar á samráði olíufélaganna fyrir októberlok. Helgi Magnús kom úr sumarfríi í gær en hann hefur til þessa haft umsjón með málinu fyrir hönd ríkissaksóknara. Rannsókn á samráði olíufélaganna er langt komin en óvíst er ennþá hvenær málinu lýkur. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sendi málið til ríkissaksóknara í nóvember á síðasta ári og lauk þar með afskiptum embættisins af málinu. Helgi Magnús vonast til þess að sú vinna sem eftir er gangi hratt og vel fyrir sig, en hún er langt komin. „Ég get ekkert sagt til um það hvenær málinu lýkur af okkar hálfu. Stefnan er sett á að ljúka því fyrir októberlok en það er ekkert öruggt í þeim efnum. Þetta er stórt og umfangsmikið mál, og stærra heldur en algengt er með samráðsmál erlendis, þar sem brotin snerta almenna starfsemi félaganna yfir langan tíma,“ sagði Helgi Magnús í gær. Hinn 28.október 2004 voru olíufélögin sem áttu aðild að máli sektuð um 2,6 milljarða króna fyrir samráð. Áfrýjunarnefndin lækkaði sektirnar í 1,5 milljarða króna 29. janúar 2005. Sektir Kers og Olís voru lækkaðar þar sem félögin sýndu samstarfsvilja með samkeppnisyfirvöldum, en sektir Skeljungs stóðu þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs. Í viðtali við Fréttablaðið 1. febrúar á þessu ári sagði Helgi Magnús 34 einstaklinga hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins. Hann hefur þó gefið til kynna í viðtali við Fréttablaðið að þetta kynni að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Helgi Magnús hefur jafnframt staðfest að málið verði umtalsvert umfangsminna heldur en það var hjá samkeppnisyfirvöldum, en þar ræður mestu að töluvert meiri sönnunarkröfur eru gerðar í opinberum málum heldur en málum sem samkeppnisyfirvöld úrskurða í. Samkeppniseftirlitið hefur þegar hafnað öllum kröfum olíufélaganna um ógildingu úrskurðar áfrýjunarnefndar.
Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira