Segir ákvæði í kjara- samningum vera lögmæt 14. ágúst 2006 06:45 Magnús Norðdahl Elín skrifaði grein þess efnis sem birtist í Tímariti lögfræðinga í júlí. Mannréttindadómstóll Evrópu tók fyrir mál Dana í janúar 2006 og komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í kjarasamningum, sem skylda starfsmenn til að vera í tilteknum stéttarfélögum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði, brytu gegn rétti starfsmanna til félagafrelsis. Elín telur að dómurinn hafi áhrif á forgangsréttarákvæði sem algeng eru í íslenskum kjarasamningum en þau kveða á um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélags hafi forgang til vinnu á félagssvæði þess. „Ég er hreint ekki sammála henni og tel að þetta sé fyrst og fremst hugarleikfimi og vangaveltur hennar. Kjarninn í málinu er sá að hvorugur þessara dóma fjallar um forgangsákvæði, heldur útilokunarákvæði, og það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd,“ segir Magnús Norðdahl. „Í útilokunarákvæðum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði ranglega, lofar atvinnurekandi að ráða engan í vinnu nema að hann sé í viðkomandi stéttarfélagi. Dómurinn gekk svona langt vegna þess að mennirnir sem kærðu misstu starfið vegna ákvæðisins. Ákvæði um forgangsréttarákvæðið eru allt annars eðlis. Á Íslandi mæla þau fyrir um að félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi skulu hafa forgang um starf ef að þeir eru jafnhæfir og aðrir. Auk þess geta fleiri en eitt og fleiri en tvö stéttarfélög verið með forgangsrétt í samningum, svo því er í raun sjaldan beitt,“ segir Magnús. Magnús segir einnig að dómurinn hafi ekkert að segja um innheimtu stéttarfélagsgjalda af launum starfsmanna, sem ekki eru meðlimir í stéttarfélögum. „Verkalýðsfélögum er falið mjög mikilvægt hlutverk fyrir alla, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Þeir sem borga hluta launanna í stéttarfélag njóta sömu verndar sem kjaratryggingar fjalla um. Þú ræður því hvort að þú ert félagsmaður en þú ræður því ekki hvort þú borgar þessi gjöld, frekar en að þú getur ákveðið að borga ekki skatt til almannatrygginga af því að þú ert aldrei veikur,“ segir Magnús. Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Elín skrifaði grein þess efnis sem birtist í Tímariti lögfræðinga í júlí. Mannréttindadómstóll Evrópu tók fyrir mál Dana í janúar 2006 og komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í kjarasamningum, sem skylda starfsmenn til að vera í tilteknum stéttarfélögum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði, brytu gegn rétti starfsmanna til félagafrelsis. Elín telur að dómurinn hafi áhrif á forgangsréttarákvæði sem algeng eru í íslenskum kjarasamningum en þau kveða á um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélags hafi forgang til vinnu á félagssvæði þess. „Ég er hreint ekki sammála henni og tel að þetta sé fyrst og fremst hugarleikfimi og vangaveltur hennar. Kjarninn í málinu er sá að hvorugur þessara dóma fjallar um forgangsákvæði, heldur útilokunarákvæði, og það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd,“ segir Magnús Norðdahl. „Í útilokunarákvæðum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði ranglega, lofar atvinnurekandi að ráða engan í vinnu nema að hann sé í viðkomandi stéttarfélagi. Dómurinn gekk svona langt vegna þess að mennirnir sem kærðu misstu starfið vegna ákvæðisins. Ákvæði um forgangsréttarákvæðið eru allt annars eðlis. Á Íslandi mæla þau fyrir um að félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi skulu hafa forgang um starf ef að þeir eru jafnhæfir og aðrir. Auk þess geta fleiri en eitt og fleiri en tvö stéttarfélög verið með forgangsrétt í samningum, svo því er í raun sjaldan beitt,“ segir Magnús. Magnús segir einnig að dómurinn hafi ekkert að segja um innheimtu stéttarfélagsgjalda af launum starfsmanna, sem ekki eru meðlimir í stéttarfélögum. „Verkalýðsfélögum er falið mjög mikilvægt hlutverk fyrir alla, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Þeir sem borga hluta launanna í stéttarfélag njóta sömu verndar sem kjaratryggingar fjalla um. Þú ræður því hvort að þú ert félagsmaður en þú ræður því ekki hvort þú borgar þessi gjöld, frekar en að þú getur ákveðið að borga ekki skatt til almannatrygginga af því að þú ert aldrei veikur,“ segir Magnús.
Innlent Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira