Barist um sætin á þingi Framsóknar 12. ágúst 2006 09:00 listarnir skoðaðir Erill var á skrifstofu Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í gær. Hér sjást Ragna Ívars, Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri og Einar Gunnar Einarsson skoða hluta kjörbréfanna sem framsóknarfélög víða af landinu skiluðu síðdegis. Stjórnmál Kosið verður í öll embætti æðstu stjórnar Framsóknarflokksins á flokksþinginu 19. ágúst og fyrir liggur að nýr formaður og nýr ritari flokksins munu taka við taumunum. Þrír sækjast eftir formennsku í flokknum. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra og núverandi ritari flokksins, tilkynnti um framboð sitt í fyrradag en áður hafði Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra stigið fram. Þriðji frambjóðandinn er athafnamaðurinn Haukur Haraldsson, sem þykir eiga litla möguleika. Núverandi varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, sækist áfram eftir embættinu, en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra gerir það einnig. Þá sækjast þingmaðurinn Birkir Jón Jónsson og fyrrum formaður Sambands ungra framsóknarmanna, Haukur Logi Karlsson, eftir ritaraembættinu. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra flokksins, eiga 171 aðalmaður úr miðstjórn flokksins sæti á flokksþinginu, auk fulltrúa frá flokksfélögum um allt land. Öll félög eiga rétt á einum fulltrúa á flokksþingið fyrir hverja fimmtán skráða félaga. "Ef þau fullnýta sinn kvóta geta þetta orðið allt að níu hundruð manns," segir Sigurður. Stærsta framsóknarfélagið er úr syðra Reykjavíkurkjördæmi og eiga sjötíu fulltrúar þess sæti á þinginu. Stærsta kjördæmið er hins vegar Norðvesturkjördæmi, þaðan koma 181 fulltrúi, en á svæðinu eru hins vegar 26 flokksfélög. Fulltrúar félaganna á flokksþingið eru valdir á fundum félaganna, og oft er slegist um þau sæti sem í boði eru. Formaður félagsins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Ingólfur Sveinsson, segir það hafa verið raunina hjá þeim í ár. "Það var barátta. Það voru 171 sem vildu vera aðalmenn fyrir félagið og við höfum sjötíu sæti." Frestur félaga til að skila kjörbréfum með nöfnum aðalmanna rann út síðdegis í gær. Á þinginu er fyrst kosið um formann, þá varaformann og síðast ritara, og er heimilt að rita nafn hvaða flokksbundins framsóknarmanns sem er á kjörseðilinn. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Stjórnmál Kosið verður í öll embætti æðstu stjórnar Framsóknarflokksins á flokksþinginu 19. ágúst og fyrir liggur að nýr formaður og nýr ritari flokksins munu taka við taumunum. Þrír sækjast eftir formennsku í flokknum. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra og núverandi ritari flokksins, tilkynnti um framboð sitt í fyrradag en áður hafði Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra stigið fram. Þriðji frambjóðandinn er athafnamaðurinn Haukur Haraldsson, sem þykir eiga litla möguleika. Núverandi varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, sækist áfram eftir embættinu, en Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra gerir það einnig. Þá sækjast þingmaðurinn Birkir Jón Jónsson og fyrrum formaður Sambands ungra framsóknarmanna, Haukur Logi Karlsson, eftir ritaraembættinu. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra flokksins, eiga 171 aðalmaður úr miðstjórn flokksins sæti á flokksþinginu, auk fulltrúa frá flokksfélögum um allt land. Öll félög eiga rétt á einum fulltrúa á flokksþingið fyrir hverja fimmtán skráða félaga. "Ef þau fullnýta sinn kvóta geta þetta orðið allt að níu hundruð manns," segir Sigurður. Stærsta framsóknarfélagið er úr syðra Reykjavíkurkjördæmi og eiga sjötíu fulltrúar þess sæti á þinginu. Stærsta kjördæmið er hins vegar Norðvesturkjördæmi, þaðan koma 181 fulltrúi, en á svæðinu eru hins vegar 26 flokksfélög. Fulltrúar félaganna á flokksþingið eru valdir á fundum félaganna, og oft er slegist um þau sæti sem í boði eru. Formaður félagsins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Ingólfur Sveinsson, segir það hafa verið raunina hjá þeim í ár. "Það var barátta. Það voru 171 sem vildu vera aðalmenn fyrir félagið og við höfum sjötíu sæti." Frestur félaga til að skila kjörbréfum með nöfnum aðalmanna rann út síðdegis í gær. Á þinginu er fyrst kosið um formann, þá varaformann og síðast ritara, og er heimilt að rita nafn hvaða flokksbundins framsóknarmanns sem er á kjörseðilinn.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira