Sjálfsagt að skoða tillögur 11. ágúst 2006 07:00 Laxárvirkjun Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir aðstæður til orkuframleiðslu hér á landi sérstakar vegna smæðar samfélagsins og fjarlægðar frá öðrum löndum. Erfitt sé um virka samkeppni. „Það er sjálfsagt að taka til athugunar að gera orkugeirann gagnsærri," segir Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra um skýrslu OECD sem kynnt var í fyrradag. Þar kom fram að óvissa væri uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu vegna viðskiptaleyndar raforkusölusamninga. Þörf væri á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum sé búinn. „Þetta er þeirra viðhorf og alþekkt sjónarmið. Þetta hefur reyndar verið haft í huga í öllum samningum svo ég viti til," segir Jón. „Viðhorfið er sjálfsagt og ráðandi af hálfu íslenskra stjórnvalda en hins vegar eru frjálsir samningar þannig að það verður að taka tillit til óska mótaðila líka. Umræður um gagnsæi eða ekki eru þó stundum skrýtnar þar sem það hefur komið fram að ef menn skoða verð sem þeir sjá í ársskýrslum geta þeir alltaf fundið hvert það er." Varðandi tillögur um að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu segir Jón mikla þróun hafa verið á því sviði á undanförnum árum. Ný lög hafi verið sett árið 2003 sem geri ráð fyrir því að hér sé byrjað að þróa markað á raforkusviðinu. „Það hefur verið unnið með þessum anda í árabil og er gert enn. Hins vegar eru augljóslega sérstakar aðstæður hér því Ísland er ekki stærra samfélag en það er og það langt frá öðrum löndum að það er vægast sagt erfitt um virka samkeppni." Meðal annarra athugasemda í skýrslu OECD voru að æskilegt sé að fresta nýjum stóriðjuframkvæmdum þangað til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Þá verði að mæta þensluáhrifum skattalækkana með viðbótaniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu. Auk þess þurfi stjórn peningamála að vera skýr áfram. Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
„Það er sjálfsagt að taka til athugunar að gera orkugeirann gagnsærri," segir Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra um skýrslu OECD sem kynnt var í fyrradag. Þar kom fram að óvissa væri uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu vegna viðskiptaleyndar raforkusölusamninga. Þörf væri á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum sé búinn. „Þetta er þeirra viðhorf og alþekkt sjónarmið. Þetta hefur reyndar verið haft í huga í öllum samningum svo ég viti til," segir Jón. „Viðhorfið er sjálfsagt og ráðandi af hálfu íslenskra stjórnvalda en hins vegar eru frjálsir samningar þannig að það verður að taka tillit til óska mótaðila líka. Umræður um gagnsæi eða ekki eru þó stundum skrýtnar þar sem það hefur komið fram að ef menn skoða verð sem þeir sjá í ársskýrslum geta þeir alltaf fundið hvert það er." Varðandi tillögur um að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu segir Jón mikla þróun hafa verið á því sviði á undanförnum árum. Ný lög hafi verið sett árið 2003 sem geri ráð fyrir því að hér sé byrjað að þróa markað á raforkusviðinu. „Það hefur verið unnið með þessum anda í árabil og er gert enn. Hins vegar eru augljóslega sérstakar aðstæður hér því Ísland er ekki stærra samfélag en það er og það langt frá öðrum löndum að það er vægast sagt erfitt um virka samkeppni." Meðal annarra athugasemda í skýrslu OECD voru að æskilegt sé að fresta nýjum stóriðjuframkvæmdum þangað til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Þá verði að mæta þensluáhrifum skattalækkana með viðbótaniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu. Auk þess þurfi stjórn peningamála að vera skýr áfram.
Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira