Sjálfsagt að skoða tillögur 11. ágúst 2006 07:00 Laxárvirkjun Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir aðstæður til orkuframleiðslu hér á landi sérstakar vegna smæðar samfélagsins og fjarlægðar frá öðrum löndum. Erfitt sé um virka samkeppni. „Það er sjálfsagt að taka til athugunar að gera orkugeirann gagnsærri," segir Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra um skýrslu OECD sem kynnt var í fyrradag. Þar kom fram að óvissa væri uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu vegna viðskiptaleyndar raforkusölusamninga. Þörf væri á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum sé búinn. „Þetta er þeirra viðhorf og alþekkt sjónarmið. Þetta hefur reyndar verið haft í huga í öllum samningum svo ég viti til," segir Jón. „Viðhorfið er sjálfsagt og ráðandi af hálfu íslenskra stjórnvalda en hins vegar eru frjálsir samningar þannig að það verður að taka tillit til óska mótaðila líka. Umræður um gagnsæi eða ekki eru þó stundum skrýtnar þar sem það hefur komið fram að ef menn skoða verð sem þeir sjá í ársskýrslum geta þeir alltaf fundið hvert það er." Varðandi tillögur um að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu segir Jón mikla þróun hafa verið á því sviði á undanförnum árum. Ný lög hafi verið sett árið 2003 sem geri ráð fyrir því að hér sé byrjað að þróa markað á raforkusviðinu. „Það hefur verið unnið með þessum anda í árabil og er gert enn. Hins vegar eru augljóslega sérstakar aðstæður hér því Ísland er ekki stærra samfélag en það er og það langt frá öðrum löndum að það er vægast sagt erfitt um virka samkeppni." Meðal annarra athugasemda í skýrslu OECD voru að æskilegt sé að fresta nýjum stóriðjuframkvæmdum þangað til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Þá verði að mæta þensluáhrifum skattalækkana með viðbótaniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu. Auk þess þurfi stjórn peningamála að vera skýr áfram. Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
„Það er sjálfsagt að taka til athugunar að gera orkugeirann gagnsærri," segir Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra um skýrslu OECD sem kynnt var í fyrradag. Þar kom fram að óvissa væri uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu vegna viðskiptaleyndar raforkusölusamninga. Þörf væri á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum sé búinn. „Þetta er þeirra viðhorf og alþekkt sjónarmið. Þetta hefur reyndar verið haft í huga í öllum samningum svo ég viti til," segir Jón. „Viðhorfið er sjálfsagt og ráðandi af hálfu íslenskra stjórnvalda en hins vegar eru frjálsir samningar þannig að það verður að taka tillit til óska mótaðila líka. Umræður um gagnsæi eða ekki eru þó stundum skrýtnar þar sem það hefur komið fram að ef menn skoða verð sem þeir sjá í ársskýrslum geta þeir alltaf fundið hvert það er." Varðandi tillögur um að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu segir Jón mikla þróun hafa verið á því sviði á undanförnum árum. Ný lög hafi verið sett árið 2003 sem geri ráð fyrir því að hér sé byrjað að þróa markað á raforkusviðinu. „Það hefur verið unnið með þessum anda í árabil og er gert enn. Hins vegar eru augljóslega sérstakar aðstæður hér því Ísland er ekki stærra samfélag en það er og það langt frá öðrum löndum að það er vægast sagt erfitt um virka samkeppni." Meðal annarra athugasemda í skýrslu OECD voru að æskilegt sé að fresta nýjum stóriðjuframkvæmdum þangað til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Þá verði að mæta þensluáhrifum skattalækkana með viðbótaniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu. Auk þess þurfi stjórn peningamála að vera skýr áfram.
Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira