Fjárlögin ekki virt í menntamálunum 11. ágúst 2006 07:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín segist bjartsýn á að hagræðing innan menntamálaráðuneytisins gangi vel á næstu árum. Hún sést hér ræða við blaðamann eftir ríkisstjórnarfund í vikunni. MYND/Hrönn Meira en þrjátíu prósent fjárlagaliða innan menntamálaráðuneytisins fóru fram úr heimildum á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er frá því greint að 35 af 104 fjárlagaliðum sem falla undir ráðuneytið hafi farið fram úr heimildum. Þar á meðal eru tæplega þrjátíu liðir sem fóru meira en fjögur prósent umfram heimildir, en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ríkisvaldinu að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir vinnu sem miðar að aukinni hagræðingu innan ráðuneytisins þegar hafna. „Ég er nú þegar byrjuð að hagræða innan ráðuneytisins, og sumar ákvarðanirnar sem ég hef tekið eru umdeildar. Ég hef lagt niður Kvikmyndaskoðun, sem var með mestu framúrkeyrsluna miðað við fjárlög, og verkefnin þar færast annað. Það eru gerðar miklar aðhaldskröfur innan einstakra liða sem falla undir menntamálaráðuneytið og samkvæmt þeim verður unnið áfram. Framhaldsskólar, eins og Menntaskólinn á Laugarvatni og Framhaldsskólinn á Laugum, eiga í erfiðleikum með leigugreiðslur og það er verið að taka á málefnum framhaldsskólanna innan ráðuneytisins.“ Þorgerður Katrín vonast til þess að hagræðing leiði til skilvirkara starfs sem sé til þess fallið að efla menntastofnanir. „Því er ekki að neita að það er hægt að ná betri tökum á rekstri innan ráðuneytisins, og ég nefni í því samhengi sérstaklega háskólastigið. Þar er möguleiki á því að koma málum til betri vegar.“ Menntamála-, heilbrigðis-, og utanríkisráðuneyti fóru hlutfallslega mest fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Ríkisendurskoðun gagnrýndi stjórnvöld harkalega í skýrslu sinni vegna framkvæmdar fjárlaga fyrir árið 2005, en í henni kom meðal annars fram að það væri „alltof algengt að ámæli ríkisendurskoðunar væru virt að vettugi“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að endurskoða fjárlagerðina í heild. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar ber það með sér að fjárlagagerðinni sjálfri er verulega ábótavant. Liðir eru ýmist verulega yfir eða undir heimildum og það segir manni að það er illa staðið að fjárlagagerðinni. Mér sýnist vera almenn viðurkenning á því innan ráðuneyta og stofnana að eftir fjárlögunum þurfi ekki að fara með ströngum hætti. Menn virðast búast við því að það sé alltaf hægt að fá viðbótarfé, og sú aðferðarfræði gengur ekki. Reiknilíkönin sem forsvarsmenn ráðuneytanna notast við taka ekki mið af veruleikanum.Ráðuneytin sem greinilega eru verst í þessu efni eru menntamála- og heilbrigðisráðuneyti.“ Ingibjörg Sólrún segist ekki halda að hagræðing, sérstaklega hjá Háskóla Íslands, geti samræmst yfirlýstum markmiðum. „Ég fæ ekki betur séð en að Háskóli Íslands telji sig fjársveltan og ef hann ætlar að ná markmiði sínu, að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi sem menntamálaráðuneytið hefur tekið vel í, þá samræmist niðurskurður á háskólastiginu því ekki vel.“ Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Meira en þrjátíu prósent fjárlagaliða innan menntamálaráðuneytisins fóru fram úr heimildum á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er frá því greint að 35 af 104 fjárlagaliðum sem falla undir ráðuneytið hafi farið fram úr heimildum. Þar á meðal eru tæplega þrjátíu liðir sem fóru meira en fjögur prósent umfram heimildir, en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ríkisvaldinu að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir vinnu sem miðar að aukinni hagræðingu innan ráðuneytisins þegar hafna. „Ég er nú þegar byrjuð að hagræða innan ráðuneytisins, og sumar ákvarðanirnar sem ég hef tekið eru umdeildar. Ég hef lagt niður Kvikmyndaskoðun, sem var með mestu framúrkeyrsluna miðað við fjárlög, og verkefnin þar færast annað. Það eru gerðar miklar aðhaldskröfur innan einstakra liða sem falla undir menntamálaráðuneytið og samkvæmt þeim verður unnið áfram. Framhaldsskólar, eins og Menntaskólinn á Laugarvatni og Framhaldsskólinn á Laugum, eiga í erfiðleikum með leigugreiðslur og það er verið að taka á málefnum framhaldsskólanna innan ráðuneytisins.“ Þorgerður Katrín vonast til þess að hagræðing leiði til skilvirkara starfs sem sé til þess fallið að efla menntastofnanir. „Því er ekki að neita að það er hægt að ná betri tökum á rekstri innan ráðuneytisins, og ég nefni í því samhengi sérstaklega háskólastigið. Þar er möguleiki á því að koma málum til betri vegar.“ Menntamála-, heilbrigðis-, og utanríkisráðuneyti fóru hlutfallslega mest fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Ríkisendurskoðun gagnrýndi stjórnvöld harkalega í skýrslu sinni vegna framkvæmdar fjárlaga fyrir árið 2005, en í henni kom meðal annars fram að það væri „alltof algengt að ámæli ríkisendurskoðunar væru virt að vettugi“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að endurskoða fjárlagerðina í heild. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar ber það með sér að fjárlagagerðinni sjálfri er verulega ábótavant. Liðir eru ýmist verulega yfir eða undir heimildum og það segir manni að það er illa staðið að fjárlagagerðinni. Mér sýnist vera almenn viðurkenning á því innan ráðuneyta og stofnana að eftir fjárlögunum þurfi ekki að fara með ströngum hætti. Menn virðast búast við því að það sé alltaf hægt að fá viðbótarfé, og sú aðferðarfræði gengur ekki. Reiknilíkönin sem forsvarsmenn ráðuneytanna notast við taka ekki mið af veruleikanum.Ráðuneytin sem greinilega eru verst í þessu efni eru menntamála- og heilbrigðisráðuneyti.“ Ingibjörg Sólrún segist ekki halda að hagræðing, sérstaklega hjá Háskóla Íslands, geti samræmst yfirlýstum markmiðum. „Ég fæ ekki betur séð en að Háskóli Íslands telji sig fjársveltan og ef hann ætlar að ná markmiði sínu, að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi sem menntamálaráðuneytið hefur tekið vel í, þá samræmist niðurskurður á háskólastiginu því ekki vel.“
Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira