Óvissa ríkjandi um hagkvæmni stóriðju 10. ágúst 2006 07:15 Gera þarf orkugeirann gagnsærri, segir Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar Efnahags- og þróunarstofnunarinnar í París, OECD. Hann kynnti í gærmorgun, ásamt Hannes Suppanz, hagfræðingi á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, efni nýrrar skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi. Koromzay segir óvissu vera uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu. Að mörgu leyti stendur landið sig frábærlega í auðlindastjórnun og nægir að benda á sjávarútveginn og kvótakerfið. Sömu sögu er því miður ekki að segja um orkugeirann. Þar er þörf á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum er búinn. Hann segir ljóst að eina leið þjóðarinnar til orkuútflutnings sé með sölu til stóriðju. En það hefur enginn hugmynd um hverju það skilar til þjóðarinnar því allt gagnsæi vantar. Telur Koromazay að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu, opna þurfi iðnaðinn og auka með því gagnsæi og samkeppni um leið og frekari stóriðja verði metin á breiðum gagnsæjum kostnaðar- og ábatagrundvelli, þar sem tekið verði tillit til þátta á borð við viðeigandi landleigu fyrir notkun náttúrugæða, umhverfisáhrif og þjóðhagslegar afleiðingar. Sem stendur er litið á orkusölusamninga sem viðskiptaleyndarmál þannig að við vitum ekki hvort viðunandi verð fæst fyrir orkuna, segir Koromazay. Þá segir í skýrslu OECD að æskilegt sé að fresta hér nýjum stóriðjuframkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. OECD telur að þensluáhrifum skattalækkana verði að mæta með viðbótarniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu, auk þess sem stjórn peningamála þurfi að vera ströng áfram. Þannig gerir stofnunin ráð fyrir því að vextir hér þurfi enn að hækka. Góður árangur felur samt í sér vanda fyrir stjórn efnahagsmála, því erfitt getur verið fyrir stjórnmálamenn að halda fram þörfinni á aðhaldi og enn frekari afgangi á ríkissjóði þegar hann er þegar ríflegur, segir Hannes Suppanz. Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Gera þarf orkugeirann gagnsærri, segir Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar Efnahags- og þróunarstofnunarinnar í París, OECD. Hann kynnti í gærmorgun, ásamt Hannes Suppanz, hagfræðingi á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, efni nýrrar skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi. Koromzay segir óvissu vera uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu. Að mörgu leyti stendur landið sig frábærlega í auðlindastjórnun og nægir að benda á sjávarútveginn og kvótakerfið. Sömu sögu er því miður ekki að segja um orkugeirann. Þar er þörf á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum er búinn. Hann segir ljóst að eina leið þjóðarinnar til orkuútflutnings sé með sölu til stóriðju. En það hefur enginn hugmynd um hverju það skilar til þjóðarinnar því allt gagnsæi vantar. Telur Koromazay að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu, opna þurfi iðnaðinn og auka með því gagnsæi og samkeppni um leið og frekari stóriðja verði metin á breiðum gagnsæjum kostnaðar- og ábatagrundvelli, þar sem tekið verði tillit til þátta á borð við viðeigandi landleigu fyrir notkun náttúrugæða, umhverfisáhrif og þjóðhagslegar afleiðingar. Sem stendur er litið á orkusölusamninga sem viðskiptaleyndarmál þannig að við vitum ekki hvort viðunandi verð fæst fyrir orkuna, segir Koromazay. Þá segir í skýrslu OECD að æskilegt sé að fresta hér nýjum stóriðjuframkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. OECD telur að þensluáhrifum skattalækkana verði að mæta með viðbótarniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu, auk þess sem stjórn peningamála þurfi að vera ströng áfram. Þannig gerir stofnunin ráð fyrir því að vextir hér þurfi enn að hækka. Góður árangur felur samt í sér vanda fyrir stjórn efnahagsmála, því erfitt getur verið fyrir stjórnmálamenn að halda fram þörfinni á aðhaldi og enn frekari afgangi á ríkissjóði þegar hann er þegar ríflegur, segir Hannes Suppanz.
Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira