Viðskipti innlent

Actavis birtir uppgjör í dag

Actavis birtir sex mánaða uppgjör eftir lokun markaða í dag.

Félaginu er spáð um 2,8 milljarða hagnaði á öðrum ársfjórðungi miðað við meðaltalsspár markaðsaðila. Gangi spáin eftir eykst hagnaður um 150 prósent milli ára.

Á fyrsta fjórðungi nam hagnaðurinn um þremur milljörðum króna.

Rekstur fyrirtækisins er varla samanburðarhæfur á milli ára, enda hefur Actavis verið ötult við að kaupa fyrirtæki.

Þar má nefna Alpharma, Amide og Sindan sem hafa stóraukið veltu samstæðunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×