Starfa undir eigin merkjum 8. ágúst 2006 07:45 Marel hefur keypt danska matvælavélaframleiðandann Scanvaegt International á 109,2 milljónir evra, eða sem nemur tæplega 9,9 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið segir að með kaupunum aukist velta þess um yfir 100 prósent á árinu, en Marel keypti einnig nýverið breska fyrirtækið AEW Delford. Marel og Scanvaegt starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir mikla hagræðingarmöguleika nýtast í fyrirsjáanlegum vexti starfseminnar og býst ekki við samdrætti í mannahaldi. „Orðspor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi,“ segir hann og kveðst líta á kaupin sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel um að vera í forystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á sviði matvælavéla. Í febrúar sagðist fyrirtækið ætla að þrefalda veltuna á næstu þremur til fimm árum. Með viðskiptunum eignast Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt, og fjölskylda átján prósenta hlut í Marel og verða þar þriðji stærsti hluthafi. Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marels, leiðir starfsemi Scanvaegt ásamt Erik Steffensen, núverandi framkvæmdastjóra. Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim. Landsbanki Íslands veitti Marel ráðgjöf við kaupin Scanvaegt International. Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Marel hefur keypt danska matvælavélaframleiðandann Scanvaegt International á 109,2 milljónir evra, eða sem nemur tæplega 9,9 milljörðum íslenskra króna. Fyrirtækið segir að með kaupunum aukist velta þess um yfir 100 prósent á árinu, en Marel keypti einnig nýverið breska fyrirtækið AEW Delford. Marel og Scanvaegt starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir mikla hagræðingarmöguleika nýtast í fyrirsjáanlegum vexti starfseminnar og býst ekki við samdrætti í mannahaldi. „Orðspor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi,“ segir hann og kveðst líta á kaupin sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel um að vera í forystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á sviði matvælavéla. Í febrúar sagðist fyrirtækið ætla að þrefalda veltuna á næstu þremur til fimm árum. Með viðskiptunum eignast Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt, og fjölskylda átján prósenta hlut í Marel og verða þar þriðji stærsti hluthafi. Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marels, leiðir starfsemi Scanvaegt ásamt Erik Steffensen, núverandi framkvæmdastjóra. Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim. Landsbanki Íslands veitti Marel ráðgjöf við kaupin Scanvaegt International.
Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira