Ferðast tæpa nítján hundruð kílómetra 5. ágúst 2006 09:00 Hljómsveitir landsins verða margar hverjar á faraldsfæti um helgina til að standa við samninga. Margar þeirra hafa bókað sig á tvær eða fleiri útihátíðir um verslunarmannahelgina. Sömu sögu má segja um einstaka skemmtikrafta. Þá þarf plötusnúðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson að ferðast tæpa nítján hundruð kílómetra til að standa við samninga. Páll Óskar er bókaður sem plötusnúður á þremur útihátíðum um helgina. Hann þeytir skífum á Neistaflugi í Neskaupstað á föstudagskvöldið, hann heiðrar Akureyringa með nærveru sinni á laugardagskvöldið og á sunnudagskvöldið spilar hann á Síldarævintýrinu á Siglufirði. „Þetta er eins og að vera á vertíð. Ef maður passar sig, borðar rétt og sefur vel þá er þetta svolítið eins og að vera úti á sjó,“ segir Páll Óskar og hlær. „Ég geri lítið annað þessa helgi en að spila og sofa.“ Páll flýgur frá Egilsstöðum til Reykjavíkur svo hann geti flogið þaðan til Akureyrar. „Það er mikið betra en að hanga í bíl,“ segir Páll Óskar. Hann er einn á ferð um helgina. Hljómsveitin Skítamórall verður einnig á faraldsfæti um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar eru bókaðir á bindindismótið í Galtalæk á föstudagskvöldinu, á Neistaflug í Neskaupsstað á laugardagskvöldinu og á sunnudagskvöldið verða þeir á Akureyri. Þeir keyra hringinn í kringum landið til að ná á tónleikastaðina, eða um fjórtán hundruð kílómetra. „Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, bassaleikari Skítamórals. „Það fer vel um okkur í rútunni. En auðvitað getur þetta verið lýjandi, þetta er samt örugglega mikið betra en að vera á sjó, sumir myndu örugglega segja að það væri lýjandi.“ Stuðmenn spila á þremur stöðum um helgina. Hljómsveitin spilar í Vestmannaeyjum á föstudagskvöldinu, í Húsdýragarðinum í Reykjavík á laugardaginn og á sunnudagskvöldinu treður hljómsveitin upp á bindindismótinu í Galtalæk. Hljómsveitin þarf því að ferðast um 458 kílómetra fyrir tónleikahaldið. Innlent Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Hljómsveitir landsins verða margar hverjar á faraldsfæti um helgina til að standa við samninga. Margar þeirra hafa bókað sig á tvær eða fleiri útihátíðir um verslunarmannahelgina. Sömu sögu má segja um einstaka skemmtikrafta. Þá þarf plötusnúðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson að ferðast tæpa nítján hundruð kílómetra til að standa við samninga. Páll Óskar er bókaður sem plötusnúður á þremur útihátíðum um helgina. Hann þeytir skífum á Neistaflugi í Neskaupstað á föstudagskvöldið, hann heiðrar Akureyringa með nærveru sinni á laugardagskvöldið og á sunnudagskvöldið spilar hann á Síldarævintýrinu á Siglufirði. „Þetta er eins og að vera á vertíð. Ef maður passar sig, borðar rétt og sefur vel þá er þetta svolítið eins og að vera úti á sjó,“ segir Páll Óskar og hlær. „Ég geri lítið annað þessa helgi en að spila og sofa.“ Páll flýgur frá Egilsstöðum til Reykjavíkur svo hann geti flogið þaðan til Akureyrar. „Það er mikið betra en að hanga í bíl,“ segir Páll Óskar. Hann er einn á ferð um helgina. Hljómsveitin Skítamórall verður einnig á faraldsfæti um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar eru bókaðir á bindindismótið í Galtalæk á föstudagskvöldinu, á Neistaflug í Neskaupsstað á laugardagskvöldinu og á sunnudagskvöldið verða þeir á Akureyri. Þeir keyra hringinn í kringum landið til að ná á tónleikastaðina, eða um fjórtán hundruð kílómetra. „Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, bassaleikari Skítamórals. „Það fer vel um okkur í rútunni. En auðvitað getur þetta verið lýjandi, þetta er samt örugglega mikið betra en að vera á sjó, sumir myndu örugglega segja að það væri lýjandi.“ Stuðmenn spila á þremur stöðum um helgina. Hljómsveitin spilar í Vestmannaeyjum á föstudagskvöldinu, í Húsdýragarðinum í Reykjavík á laugardaginn og á sunnudagskvöldinu treður hljómsveitin upp á bindindismótinu í Galtalæk. Hljómsveitin þarf því að ferðast um 458 kílómetra fyrir tónleikahaldið.
Innlent Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira