ICEX og OMX ræðast við um meira samstarf 5. ágúst 2006 06:45 Kauphöll Íslands við Laugaveg Viðræður við OMX MYND/GVA Kauphöll Íslands (ICEX) og OMX eiga í viðræðum, sem eru á frumstigi, um nánara samstarf. Að OMX standa kauphallirnar í Helsinki, Kaupmannahöfn, Riga, Stokkhólmi, Tallinn og Vilnius. Fari Kauphöllin inn á OMX-listann þýðir það annaðhvort mjög náið samstarf ef ekki sameiningu þessara aðila að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, þótt ekkert hafi verið ákveðið. Í dag er náið samstarf með norrænum kauphöllum í gegnum Norex, sem felur í sér að kauphallir vinna eftir sameiginlegu viðskiptakerfi og hafa samræmt reglur og kröfur um viðskipti og aðild. Við viljum skoða þann ávinning sem fyrirtæki og markaðsaðilar hér heima gætu haft af því að ganga hugsanlega lengra. Á síðasta ári leitaði OMX hófanna og bauð Kauphöll Íslands að ganga til viðræðna við samstæðuna með sama hætti og við Kauphöllina í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Þá var ekki áhugi fyrir slíku af hálfu Kauphallarinnar. Tvennt hefur breyst á þessu tæpa ári að mati Þórðar. Annars vegar er mikill gangur í samrunum kauphalla í heiminum, þar á meðal Transatlantic-samruninn og samruni milli kauphalla innan Evrópu. Þar vísar forstjórinn meðal annars til sameiningar Kauphallarinnar í New York og Euronext. Í öðru lagi fylgir OMX svokölluðum Nordic List úr hlaði í byrjun október næstkomandi sem er samnorræn hlutabréfavísitala. Þar verða sett á lista öll skráð fyrirtæki í kauphöllunum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þórður segir að í fyrra hafi verið áhöld um það hvernig íslenskum fyrirtækjum myndi farnast á þessum lista og jafnvel hvort einhver fyrirtæki myndu falla af honum. Það var einmitt ein af ástæðunum að ekki var gengið til viðræðna við OMX á sínum tíma. En núna þegar allar reglur liggja skýrt fyrir hvernig listinn eigi að líta út þá kemur í ljós að öll íslensk fyrirtæki komast inn á þennan lista. Þar er í sjónmáli ákveðinn ávinningur fyrir skráð fyrirtæki sem var augljóslega ekki í sjónmáli í fyrra. Þórður segir að Kauphöllin í Ósló komi ekki að þessum viðræðum. OMX hefur lýst því yfir að Norðmennirnir séu alltaf velkomnir til viðræðna. Viðskipti Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Kauphöll Íslands (ICEX) og OMX eiga í viðræðum, sem eru á frumstigi, um nánara samstarf. Að OMX standa kauphallirnar í Helsinki, Kaupmannahöfn, Riga, Stokkhólmi, Tallinn og Vilnius. Fari Kauphöllin inn á OMX-listann þýðir það annaðhvort mjög náið samstarf ef ekki sameiningu þessara aðila að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, þótt ekkert hafi verið ákveðið. Í dag er náið samstarf með norrænum kauphöllum í gegnum Norex, sem felur í sér að kauphallir vinna eftir sameiginlegu viðskiptakerfi og hafa samræmt reglur og kröfur um viðskipti og aðild. Við viljum skoða þann ávinning sem fyrirtæki og markaðsaðilar hér heima gætu haft af því að ganga hugsanlega lengra. Á síðasta ári leitaði OMX hófanna og bauð Kauphöll Íslands að ganga til viðræðna við samstæðuna með sama hætti og við Kauphöllina í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Þá var ekki áhugi fyrir slíku af hálfu Kauphallarinnar. Tvennt hefur breyst á þessu tæpa ári að mati Þórðar. Annars vegar er mikill gangur í samrunum kauphalla í heiminum, þar á meðal Transatlantic-samruninn og samruni milli kauphalla innan Evrópu. Þar vísar forstjórinn meðal annars til sameiningar Kauphallarinnar í New York og Euronext. Í öðru lagi fylgir OMX svokölluðum Nordic List úr hlaði í byrjun október næstkomandi sem er samnorræn hlutabréfavísitala. Þar verða sett á lista öll skráð fyrirtæki í kauphöllunum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þórður segir að í fyrra hafi verið áhöld um það hvernig íslenskum fyrirtækjum myndi farnast á þessum lista og jafnvel hvort einhver fyrirtæki myndu falla af honum. Það var einmitt ein af ástæðunum að ekki var gengið til viðræðna við OMX á sínum tíma. En núna þegar allar reglur liggja skýrt fyrir hvernig listinn eigi að líta út þá kemur í ljós að öll íslensk fyrirtæki komast inn á þennan lista. Þar er í sjónmáli ákveðinn ávinningur fyrir skráð fyrirtæki sem var augljóslega ekki í sjónmáli í fyrra. Þórður segir að Kauphöllin í Ósló komi ekki að þessum viðræðum. OMX hefur lýst því yfir að Norðmennirnir séu alltaf velkomnir til viðræðna.
Viðskipti Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira