Fyrstu skrefin lofa góðu 4. ágúst 2006 13:00 í toppsætinu í svíþjóð Gunnar Þór er hér að skella sér í tæklingu í deildarleik gegn Djurgården í sænsku deildinni fyrr í sumar. MYND/nordicphotos/AFP Íslenski U21 landsliðsmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er nú hálfnaður með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður en Gunnar verður 21. árs eftir tvo mánuði. Fréttablaðið ræddi við Gunnar í gær þegar hann var í lest á leiðinni til Gautaborgar þar sem Hammarby mætti Örgryte. Lestin var stopp í smástund þar sem eldingu laust niður í kapalkerfi hennar og gaf Gunnar sér því tíma í smá spjall. "Mér hefur líkað mjög vel við lífið hér í Svíþjóð hingað til. Það hefur verið mjög gaman að fá að kynnast lífi atvinnumannsins og sjá hvernig þetta liggur fyrir manni að lifa af því að spila fótbolta og búa erlendis. Enn sem komið er hef ég ekki haft neina ástæðu til að kvarta," sagði Gunnar Þór sem var allur hinn kátasti en með honum hjá félaginu er landsliðsvarnarmaðurinn Pétur Marteinsson en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera uppaldir Framarar. "Pétur er mjög góður leikmaður og það er þægilegt að spila við hlið hans," sagði Gunnar Þór um Pétur. Gunnar vakti mikla athygli í vinstri bakverðinum hjá Fram í fyrrasumar og skrifaði hann undir samning við Hammarby til þriggja ára í mars síðastliðnum. Hann hefur spilað vel með Hammarby sem er á toppi sænsku deildarinnar og verið byrjunarliðsmaður. "Það er ljóst að samkeppnin innan liðsins er að harðna því það er verið að kaupa nýja leikmenn. Ég veit ekki í hvaða stöður er verið að versla, maður verður samt bara að halda áfram að gera sitt besta. Það er það eina sem ég get gert," sagði Gunnar sem er sáttur við frammistöðu sína á tímabilinu. "Við erum að spila nokkuð öðruvísi en flest liðin í deildinni, við erum hærra uppi á vellinum og viljum frekar sækja. Það gerist oft að lið leggjast frekar aftarlega á móti okkur. Fyrir vikið verða leikirnir okkar kannski ekkert mjög opnir. En þetta hefur gengið vel og sem stendur erum við í efsta sætinu og náum vonandi að halda okkur þar." Gunnar býr með unnustu sinni ytra og er ánægður með lífið í Svíþjóð. "Við erum með snotra íbúð á alveg ágætis stað. Þessi fyrsta reynsla mín af atvinnumennsku fer vel af stað en ef það fer eitthvað að halla undan fæti þá kemur maður bara heim, það er ekkert flókið," sagði Gunnar sem hefur fylgst vel með sínum mönnum í Fram í sumar. "Mér líst mjög vel á þetta hjá þeim, þeir eru að fljúga aftur upp í úrvalsdeildina sem er mjög jákvætt mál." Íþróttir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira
Íslenski U21 landsliðsmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er nú hálfnaður með sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður en Gunnar verður 21. árs eftir tvo mánuði. Fréttablaðið ræddi við Gunnar í gær þegar hann var í lest á leiðinni til Gautaborgar þar sem Hammarby mætti Örgryte. Lestin var stopp í smástund þar sem eldingu laust niður í kapalkerfi hennar og gaf Gunnar sér því tíma í smá spjall. "Mér hefur líkað mjög vel við lífið hér í Svíþjóð hingað til. Það hefur verið mjög gaman að fá að kynnast lífi atvinnumannsins og sjá hvernig þetta liggur fyrir manni að lifa af því að spila fótbolta og búa erlendis. Enn sem komið er hef ég ekki haft neina ástæðu til að kvarta," sagði Gunnar Þór sem var allur hinn kátasti en með honum hjá félaginu er landsliðsvarnarmaðurinn Pétur Marteinsson en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera uppaldir Framarar. "Pétur er mjög góður leikmaður og það er þægilegt að spila við hlið hans," sagði Gunnar Þór um Pétur. Gunnar vakti mikla athygli í vinstri bakverðinum hjá Fram í fyrrasumar og skrifaði hann undir samning við Hammarby til þriggja ára í mars síðastliðnum. Hann hefur spilað vel með Hammarby sem er á toppi sænsku deildarinnar og verið byrjunarliðsmaður. "Það er ljóst að samkeppnin innan liðsins er að harðna því það er verið að kaupa nýja leikmenn. Ég veit ekki í hvaða stöður er verið að versla, maður verður samt bara að halda áfram að gera sitt besta. Það er það eina sem ég get gert," sagði Gunnar sem er sáttur við frammistöðu sína á tímabilinu. "Við erum að spila nokkuð öðruvísi en flest liðin í deildinni, við erum hærra uppi á vellinum og viljum frekar sækja. Það gerist oft að lið leggjast frekar aftarlega á móti okkur. Fyrir vikið verða leikirnir okkar kannski ekkert mjög opnir. En þetta hefur gengið vel og sem stendur erum við í efsta sætinu og náum vonandi að halda okkur þar." Gunnar býr með unnustu sinni ytra og er ánægður með lífið í Svíþjóð. "Við erum með snotra íbúð á alveg ágætis stað. Þessi fyrsta reynsla mín af atvinnumennsku fer vel af stað en ef það fer eitthvað að halla undan fæti þá kemur maður bara heim, það er ekkert flókið," sagði Gunnar sem hefur fylgst vel með sínum mönnum í Fram í sumar. "Mér líst mjög vel á þetta hjá þeim, þeir eru að fljúga aftur upp í úrvalsdeildina sem er mjög jákvætt mál."
Íþróttir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Sjá meira