KSÍ herðir refsingar fyrir fordóma 3. ágúst 2006 11:30 sameinast gegn fordómum Eldheitir stuðningsmenn Keflavíkur, Pumasveitin, bjó til þennan borða til að ítreka andúð sína á kynþáttahatri og flagga þeir borðanum á öllum leikjum sem þeir mæta á í sumar. MYND/jón örvar Leikmenn sem verða uppvísir af kynþáttahatri í leikjum á Íslandi gætu átt yfir höfði sér allt að fimm leikja bann fyrir athæfið sem og háa fjársekt. FIFA hefur ákveðið að herða reglur gegn kynþáttafordómum sem virðast vera að gera vart við sig í auknum mæli, hvort sem er á Íslandi eða í öðrum leikjum í deildum Evrópu. FIFA hefur varað knattspyrnusambönd við því að þau fái bönn ef þau gerðu ekki reglur sínar hvað varðar kynþáttafordóma. Sepp Blatter, forseti FIFA, greindi frá því á meðan á HM stóð að reglur sem kveða meðal annars á um að félög missi stig ef stuðningsmenn liðsins sýna kynþáttafordóma, væri skyldugt að innleiða en knattspyrnusamband KSÍ mun fylgja þeim reglum. "Það er alveg ljóst að við munu herða reglurnar, FIFA gáfu KSÍ ströng fyrirmæli eins og öðrum. Þetta átti að taka gildi á heimsvísu þann 1. júlí en því var síðan breytt en KSÍ hefur verið gefinn frestur til að taka upp nýjar reglur þar sem tímabilið okkar er enn í gangi. Það er skylda að koma þessu á og því munum við leiða þetta inn í okkar reglur," sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ við Fréttablaðið í gær. Leikmaður sem móðgar andstæðing sinn þannig að það varði litarhátt hans, kynþátt eða trú eiga von á löngu keppnisbanni í leikjum á vegum UEFA en hvaða reglur KSÍ setur á eftir að koma í ljós. UEFA hefur þegar hert reglurnar en ef stuðningsmenn liða heyrast vera með kynþáttafordóma fá þeir sekt, þá minnstu 13.000 pund, um 1,8 milljón króna en til viðmiðunar er hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur. Hana fengu Íslandsmeistarar FH á dögunum þegar stuðningsmenn þeirra urðu uppvísir af kynþáttafordómum. Auk þess sem UEFA getur lokað leikvangnum, tekið stig af liðinu og í ítrekuðum tilfellum og þeim verstu, dæmt félag úr keppni. "Við munum líta til kollega okkar á Norðurlöndunum og ræða við þá um það hvenig þeir munu koma þessu að í sínum reglum. Refsingar FIFA, sektarlega séð, eru ekki í samræmi við íslenska boltann. Ég veit ekki hvernig þetta verður að lokum hjá okkur en það er ljóst að við þurfum að fylgja nýjum reglum FIFA og aðlaga okkur að þeim eftir bestu getu. Það eru fundir framundan á Norðurlöndunum þar sem þessi mál verða rædd en við þurfum að finna okkar flöt á sektarfjárhæðunum," sagði framkvæmdarstjórinn. Í sumar hafa komið upp tvö mál tengd kynþáttafordómum sem virðast vera að aukast á Íslandi. "Hvort auknar refsingar leiði til betra umhverfis eða réttlátari heims í þessu það er ég ekki viss um," bætti Geir við en ljóst er að margir eru ósáttir við hversu vægar refsingar KSÍ eru hvað kynþáttafordóma varðar. Íþróttir Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sjá meira
Leikmenn sem verða uppvísir af kynþáttahatri í leikjum á Íslandi gætu átt yfir höfði sér allt að fimm leikja bann fyrir athæfið sem og háa fjársekt. FIFA hefur ákveðið að herða reglur gegn kynþáttafordómum sem virðast vera að gera vart við sig í auknum mæli, hvort sem er á Íslandi eða í öðrum leikjum í deildum Evrópu. FIFA hefur varað knattspyrnusambönd við því að þau fái bönn ef þau gerðu ekki reglur sínar hvað varðar kynþáttafordóma. Sepp Blatter, forseti FIFA, greindi frá því á meðan á HM stóð að reglur sem kveða meðal annars á um að félög missi stig ef stuðningsmenn liðsins sýna kynþáttafordóma, væri skyldugt að innleiða en knattspyrnusamband KSÍ mun fylgja þeim reglum. "Það er alveg ljóst að við munu herða reglurnar, FIFA gáfu KSÍ ströng fyrirmæli eins og öðrum. Þetta átti að taka gildi á heimsvísu þann 1. júlí en því var síðan breytt en KSÍ hefur verið gefinn frestur til að taka upp nýjar reglur þar sem tímabilið okkar er enn í gangi. Það er skylda að koma þessu á og því munum við leiða þetta inn í okkar reglur," sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ við Fréttablaðið í gær. Leikmaður sem móðgar andstæðing sinn þannig að það varði litarhátt hans, kynþátt eða trú eiga von á löngu keppnisbanni í leikjum á vegum UEFA en hvaða reglur KSÍ setur á eftir að koma í ljós. UEFA hefur þegar hert reglurnar en ef stuðningsmenn liða heyrast vera með kynþáttafordóma fá þeir sekt, þá minnstu 13.000 pund, um 1,8 milljón króna en til viðmiðunar er hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur. Hana fengu Íslandsmeistarar FH á dögunum þegar stuðningsmenn þeirra urðu uppvísir af kynþáttafordómum. Auk þess sem UEFA getur lokað leikvangnum, tekið stig af liðinu og í ítrekuðum tilfellum og þeim verstu, dæmt félag úr keppni. "Við munum líta til kollega okkar á Norðurlöndunum og ræða við þá um það hvenig þeir munu koma þessu að í sínum reglum. Refsingar FIFA, sektarlega séð, eru ekki í samræmi við íslenska boltann. Ég veit ekki hvernig þetta verður að lokum hjá okkur en það er ljóst að við þurfum að fylgja nýjum reglum FIFA og aðlaga okkur að þeim eftir bestu getu. Það eru fundir framundan á Norðurlöndunum þar sem þessi mál verða rædd en við þurfum að finna okkar flöt á sektarfjárhæðunum," sagði framkvæmdarstjórinn. Í sumar hafa komið upp tvö mál tengd kynþáttafordómum sem virðast vera að aukast á Íslandi. "Hvort auknar refsingar leiði til betra umhverfis eða réttlátari heims í þessu það er ég ekki viss um," bætti Geir við en ljóst er að margir eru ósáttir við hversu vægar refsingar KSÍ eru hvað kynþáttafordóma varðar.
Íþróttir Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sjá meira