Viðskipti innlent

Icelandair semur við SAS

Flugvél frá Icelandair
SGS afgreiðslufyrirtækið, sem er í eigu SAS, mun nú annast farþega- og farangursþjónustu fyrir Icelandair á Kastrup flugvelli.
Flugvél frá Icelandair SGS afgreiðslufyrirtækið, sem er í eigu SAS, mun nú annast farþega- og farangursþjónustu fyrir Icelandair á Kastrup flugvelli.

Icelandair hefur samið við SGS, afgreiðslufyrirtæki í eigu SAS, og mun fyrirtækið sjá um alla farþega- og farangursþjónustu fyrir Icelandair á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.

Undanfarna mánuði hefur Servisair annast þessa þjónustu. Í tilkynningu frá Icelandair segir að við breytinguna flytjist innritun á ný í afgreiðslubyggingu 3 og að breytingin sé gerð í í hagræðingarskyni og til þess að auka þjónustu við farþega félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×