EVE-spilarar CCP verði fleiri en Íslendingar 2. ágúst 2006 07:30 Stefnt að þrjú hundruð þúsund áskrifendum að netleiknum EVE online Hugmyndir um skráningu eru til skoðunar þótt það sé ekki markmið í sjálfu sér. „Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. Fjölgun áskrifenda hefur verið jöfn og stöðug að sögn Hilmars. Um síðustu áramót gerði félagið stóra vélbúnaðaruppfærslu sem hefur gert því kleift að halda utan um þennan vöxt. „Við hreinlega þrefölduðum hestöflin á bak við serverinn okkar. Við getum því tvöfaldað notendahópinn án þess að það valdi okkur sérstökum vandræðum.“ Hilmari sýnist að þegar félagið náði ákveðnum fjölda áskrifenda í netsamfélaginu hafi varan farið að vaxa á eigin skriðþunga. Mikilvægur áfangi náðist þegar fjöldinn fór yfir eitt hundrað þúsund talsins í febrúar síðast liðnum. „Hver nýr áskrifandi lætur þann sem fyrir er fá betri vöru.“ Hilmar leggur á það áherslu að félagið vinni enn að markaðssetningu, viðhaldi og endurbótum á leiknum. Hann er spurður um hvort félagið skoði skráningu á hlutabréfamarkað: „Ef við myndum skrá okkur einhvers staðar þá held ég að Nasdaq yrði fyrir valinu.“ Hann er hræddur um að ef CCP myndi skrá sig á íslenskan markað yrði félagið hið eina sinnar tegundar á markaði, sem gæti orðið erfitt. „Okkar hugmyndir eru þær að Ísland er ekki nógu stórt.“ Hilmar segir að metnaður stjórnenda liggi í því að efla félagið og þá oft á tíðum komi tækifærin til manns. Félagið vill vera tilbúið í verkefni sem skráningu án þess að það sé markmið í sjálfu sér. „Vissulega höfum við verið að haga málum þannig upp á síðkastið að við séum tilbúnir í skráningu ef það verður hagstætt á einhverjum tímapunkti.“ Fram hefur komið að General Catalyst Partners, bandarískur fjárfestingasjóður, hefur verið að falast eftir hlutabréfum í CCP fyrir sex hundruð krónur hlutinn. Gengið er um það bil þrefalt hærra gengi en það var um áramótin eftir því sem næst verður komist. „Innkoma þeirra og Novators [stærsta hluthafans í CCP] fyrr á árinu eru dæmi um auknar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum tæknifyrirtækjum,“ segir Hilmar. Með innkomu þessara stóru aðila eflist hluthafahópur CCP til að takast á við stærri verkefni. Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
„Markmið okkar um að EVE-spilarar verði fleiri en Íslendingar er á góðri leið,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Áskrifendur netleiksins EVE online voru síðast orðnir 135 þúsund talsins og fjölgar þeim um fimm þúsund á mánuði. Miðað við óbreyttan vöxt verða áskrifendur að EVE online orðnir fleiri en Íslendingar eftir þrjú ár. Fjölgun áskrifenda hefur verið jöfn og stöðug að sögn Hilmars. Um síðustu áramót gerði félagið stóra vélbúnaðaruppfærslu sem hefur gert því kleift að halda utan um þennan vöxt. „Við hreinlega þrefölduðum hestöflin á bak við serverinn okkar. Við getum því tvöfaldað notendahópinn án þess að það valdi okkur sérstökum vandræðum.“ Hilmari sýnist að þegar félagið náði ákveðnum fjölda áskrifenda í netsamfélaginu hafi varan farið að vaxa á eigin skriðþunga. Mikilvægur áfangi náðist þegar fjöldinn fór yfir eitt hundrað þúsund talsins í febrúar síðast liðnum. „Hver nýr áskrifandi lætur þann sem fyrir er fá betri vöru.“ Hilmar leggur á það áherslu að félagið vinni enn að markaðssetningu, viðhaldi og endurbótum á leiknum. Hann er spurður um hvort félagið skoði skráningu á hlutabréfamarkað: „Ef við myndum skrá okkur einhvers staðar þá held ég að Nasdaq yrði fyrir valinu.“ Hann er hræddur um að ef CCP myndi skrá sig á íslenskan markað yrði félagið hið eina sinnar tegundar á markaði, sem gæti orðið erfitt. „Okkar hugmyndir eru þær að Ísland er ekki nógu stórt.“ Hilmar segir að metnaður stjórnenda liggi í því að efla félagið og þá oft á tíðum komi tækifærin til manns. Félagið vill vera tilbúið í verkefni sem skráningu án þess að það sé markmið í sjálfu sér. „Vissulega höfum við verið að haga málum þannig upp á síðkastið að við séum tilbúnir í skráningu ef það verður hagstætt á einhverjum tímapunkti.“ Fram hefur komið að General Catalyst Partners, bandarískur fjárfestingasjóður, hefur verið að falast eftir hlutabréfum í CCP fyrir sex hundruð krónur hlutinn. Gengið er um það bil þrefalt hærra gengi en það var um áramótin eftir því sem næst verður komist. „Innkoma þeirra og Novators [stærsta hluthafans í CCP] fyrr á árinu eru dæmi um auknar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum tæknifyrirtækjum,“ segir Hilmar. Með innkomu þessara stóru aðila eflist hluthafahópur CCP til að takast á við stærri verkefni.
Viðskipti Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira