Huglægt hver er hryðjuverkamaður 24. júlí 2006 06:45 Þó að margir stjórnmálamenn telji það auðvelt hafa fræðimenn ekki náð samstöðu um hver getur talist hryðjuverkamaður. Vandinn felst aðallega í því að erfitt er að skilgreina hver sé munurinn á hermanni, skæruliða og hryðjuverkamanni. Slíkt mat getur farið eftir pólitískum tilgangi þess sem skilgreinir eða hugsunargangi á hverjum tíma, að sögn Vísindavefs Háskóla Íslands. Hvað er hryðjuverkamaður? Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefur verið erfiðara að skilgreina hugtakið „hryðjuverkamaður”, því margir valdhafar hafa notað hugtakið eftir hentugleika. Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi. Hins vegar eru hermenn merktir og berjast fyrir opnum tjöldum gegn öðrum hermönnum. Þeim er bannað að ráðast á borgara. Munurinn er því eðli skotmarka. Skæruliði er svo annað hugtak, en skæruliðar berjast fyrir stjórnarskiptum eða byltingum og getur barátta þeirra jafnvel verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu. Hvenær hefur almenningsálit breytt skilgreiningunni? Dæmi eru um það að álit á aðilum hefur breyst í takt við tíðarandann. Til dæmis var Nelson Mandela úthrópaður sem hryðjuverkamaður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Það breyttist allt eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk, hann varð forseti og hlaut friðarverðlaun Nóbels. Hvað er hryðjuverk? Orðið hryðjuverk var fyrst notað um stjórnarathafnir ógnarstjórnar Jakobína í Frakklandi undir lok 18. aldar, þegar fjölmargir pólitískir andstæðingar þeirra voru sendir í fallöxina. Nú á dögum er orðið notað á annan hátt. Verknaðir öfgahópa og andspyrnuafla eru kallaðir hryðjuverk, en aðgerðir stjórnvalda og herja eitthvað annað. Árásir ríkisstjórna á eigin þegna eru kölluð mannréttindabrot, en árásir gegn þegnum annarra ríkja eru kallaðar stríðsglæpir. Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Þó að margir stjórnmálamenn telji það auðvelt hafa fræðimenn ekki náð samstöðu um hver getur talist hryðjuverkamaður. Vandinn felst aðallega í því að erfitt er að skilgreina hver sé munurinn á hermanni, skæruliða og hryðjuverkamanni. Slíkt mat getur farið eftir pólitískum tilgangi þess sem skilgreinir eða hugsunargangi á hverjum tíma, að sögn Vísindavefs Háskóla Íslands. Hvað er hryðjuverkamaður? Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefur verið erfiðara að skilgreina hugtakið „hryðjuverkamaður”, því margir valdhafar hafa notað hugtakið eftir hentugleika. Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi. Hins vegar eru hermenn merktir og berjast fyrir opnum tjöldum gegn öðrum hermönnum. Þeim er bannað að ráðast á borgara. Munurinn er því eðli skotmarka. Skæruliði er svo annað hugtak, en skæruliðar berjast fyrir stjórnarskiptum eða byltingum og getur barátta þeirra jafnvel verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu. Hvenær hefur almenningsálit breytt skilgreiningunni? Dæmi eru um það að álit á aðilum hefur breyst í takt við tíðarandann. Til dæmis var Nelson Mandela úthrópaður sem hryðjuverkamaður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Það breyttist allt eftir að aðskilnaðarstefnunni lauk, hann varð forseti og hlaut friðarverðlaun Nóbels. Hvað er hryðjuverk? Orðið hryðjuverk var fyrst notað um stjórnarathafnir ógnarstjórnar Jakobína í Frakklandi undir lok 18. aldar, þegar fjölmargir pólitískir andstæðingar þeirra voru sendir í fallöxina. Nú á dögum er orðið notað á annan hátt. Verknaðir öfgahópa og andspyrnuafla eru kallaðir hryðjuverk, en aðgerðir stjórnvalda og herja eitthvað annað. Árásir ríkisstjórna á eigin þegna eru kölluð mannréttindabrot, en árásir gegn þegnum annarra ríkja eru kallaðar stríðsglæpir.
Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira