Dómsmálaráðherra undrast úrskurðinn 22. júlí 2006 07:00 Björn Bjarnason Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undrast frávísun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, á stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vísaði nefndin kærunni frá vegna aðildaskorts. „Það kemur mér á óvart, að ekki megi gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni. Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri fara ekki fram á þetta vegna sinna hagsmuna heldur allra þeirra, sem nýta sér hina nýju tækni og treysta vafalaust á, að hún veiti þeim sama öryggi og þeir áður nutu,“ segir Björn. Nefndin vísaði stjórnsýslukærunni frá vegna aðildaskorts, en upphaf málsins má rekja til deilumáls milli Símans hf. og Atlassíma ehf. sem varðaði ágreining um flutning á símanúmerum í hefðbundinni rásaskiptri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun skyldaði Símann hf. til þess verða við flutningi yfir í netsíma, ef þess yrði óskað. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hf. kærðu bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, á þeim forsendum að það „geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja netsíma“, og því geti það heft almenn störf lögreglunnar og neyðarlínu. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá Logos sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri, af þeim geti verið tekið mið þegar málum tengdum netsímum verði komið í traustari farveg. „Það á eftir að taka endanlega ákvörðun um þessi mál, þar sem stofnunin tók ákvörðun sem aðeins er til bráðabirgða. Nú hefur þessum mikilvægu sjónarmiðum Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., sem varða öryggi almennings, verið komið á framfæri og vonandi verður tekið tillit þess þegar ákvörðunin liggur fyrir.“ Sérstaklega var þess getið í úrskurði úrskurðanefndarinnar að hægt væri að fallast á sjónarmið Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en vegna aðildaskorts væri ekki hægt að fallast á það „að kærendur hafi verulega hagsmuni af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunnar í máli Símans hf. og Atlassíma ehf. sé ógilt.“ Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undrast frávísun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, á stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vísaði nefndin kærunni frá vegna aðildaskorts. „Það kemur mér á óvart, að ekki megi gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni. Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri fara ekki fram á þetta vegna sinna hagsmuna heldur allra þeirra, sem nýta sér hina nýju tækni og treysta vafalaust á, að hún veiti þeim sama öryggi og þeir áður nutu,“ segir Björn. Nefndin vísaði stjórnsýslukærunni frá vegna aðildaskorts, en upphaf málsins má rekja til deilumáls milli Símans hf. og Atlassíma ehf. sem varðaði ágreining um flutning á símanúmerum í hefðbundinni rásaskiptri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun skyldaði Símann hf. til þess verða við flutningi yfir í netsíma, ef þess yrði óskað. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hf. kærðu bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, á þeim forsendum að það „geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja netsíma“, og því geti það heft almenn störf lögreglunnar og neyðarlínu. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá Logos sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri, af þeim geti verið tekið mið þegar málum tengdum netsímum verði komið í traustari farveg. „Það á eftir að taka endanlega ákvörðun um þessi mál, þar sem stofnunin tók ákvörðun sem aðeins er til bráðabirgða. Nú hefur þessum mikilvægu sjónarmiðum Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., sem varða öryggi almennings, verið komið á framfæri og vonandi verður tekið tillit þess þegar ákvörðunin liggur fyrir.“ Sérstaklega var þess getið í úrskurði úrskurðanefndarinnar að hægt væri að fallast á sjónarmið Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en vegna aðildaskorts væri ekki hægt að fallast á það „að kærendur hafi verulega hagsmuni af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunnar í máli Símans hf. og Atlassíma ehf. sé ógilt.“
Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira