Flöskuháls í skólakerfinu 19. júlí 2006 07:30 Hjálmar H. Ragnarsson Rektor Listaháskóla Íslands segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, er hæstánægður með niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms sem menntamálaráðherra kynnti á dögunum. Hann segir framhaldsskólastigið vera flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. Við fögnum því hvernig þessi nefnd hefur tekið á málum og er að opna möguleika fyrir fólk, einmitt með listmenntum á bakinu, að eiga auðveldari leið í háskóla, segir Hjálmar. Ég tel að stúdentspróf hafi verið alltof bóknámsmiðað hingað til og fyrst og fremst vonast ég til þess að þetta verði til þess að þáttur listnáms í framhaldsskólanum verði aukinn. Það er afar mikilvægt því að veikasti hlekkur listnáms á landinu er á framhaldsskólastiginu. Hjálmar segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum vegna þess að þeir séu í beinni samkeppni við erlenda nema. Íslenskar umsóknir verða að vera samkeppnishæfar. Það koma mjög góðar umsóknir að utan og það er eitthvað sem við verðum að vera meðvituð um hér. Þegar það er samkeppni um að komast inn í skóla þá velur skólinn auðvitað sterkustu umsækjendurna. Hagsmunaráð framhaldsskólanema, sem barist hefur ötullega gegn styttingu náms til stúdentsprófs, fagnar tillögunum. Hagsmunaráð fagnar því að í tillögunum virðist horfið frá skerðingu náms til stúdentsprófs. Hagsmunaráð styður hugmyndir nefndarinnar um aukið valfrelsi til náms á framhaldsskólastigi. Í fréttatilkynningu frá hagsmunaráðinu ítrekar það þó mikilvægi þess að vel verði að málum staðið, tillögurnar verði ræddar frekar og útfærsla framkvæmdarinnar verði betur skilgreind. Jafnframt er þess krafist að nemendur og kennarar verði hafðir með í ráðum og fái að koma að undirbúningi. Þá er skorað á menntamálaráðherra að hverfa frá áformum um styttingu náms til stúdentsprófs og beiti sér frekar fyrir auknu frelsi innan framhaldsskólanna. Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, er hæstánægður með niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms sem menntamálaráðherra kynnti á dögunum. Hann segir framhaldsskólastigið vera flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. Við fögnum því hvernig þessi nefnd hefur tekið á málum og er að opna möguleika fyrir fólk, einmitt með listmenntum á bakinu, að eiga auðveldari leið í háskóla, segir Hjálmar. Ég tel að stúdentspróf hafi verið alltof bóknámsmiðað hingað til og fyrst og fremst vonast ég til þess að þetta verði til þess að þáttur listnáms í framhaldsskólanum verði aukinn. Það er afar mikilvægt því að veikasti hlekkur listnáms á landinu er á framhaldsskólastiginu. Hjálmar segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum vegna þess að þeir séu í beinni samkeppni við erlenda nema. Íslenskar umsóknir verða að vera samkeppnishæfar. Það koma mjög góðar umsóknir að utan og það er eitthvað sem við verðum að vera meðvituð um hér. Þegar það er samkeppni um að komast inn í skóla þá velur skólinn auðvitað sterkustu umsækjendurna. Hagsmunaráð framhaldsskólanema, sem barist hefur ötullega gegn styttingu náms til stúdentsprófs, fagnar tillögunum. Hagsmunaráð fagnar því að í tillögunum virðist horfið frá skerðingu náms til stúdentsprófs. Hagsmunaráð styður hugmyndir nefndarinnar um aukið valfrelsi til náms á framhaldsskólastigi. Í fréttatilkynningu frá hagsmunaráðinu ítrekar það þó mikilvægi þess að vel verði að málum staðið, tillögurnar verði ræddar frekar og útfærsla framkvæmdarinnar verði betur skilgreind. Jafnframt er þess krafist að nemendur og kennarar verði hafðir með í ráðum og fái að koma að undirbúningi. Þá er skorað á menntamálaráðherra að hverfa frá áformum um styttingu náms til stúdentsprófs og beiti sér frekar fyrir auknu frelsi innan framhaldsskólanna.
Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira