Olíuverð aldrei hærra 15. júlí 2006 06:00 Dælt sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir að olíverð hafi aldrei verið hærra virðist eftirspurnin síður en svo minnka. Már Erlingsson hjá Skeljungi segir hækkanir ekki hafa áhrif á hegðun fólks enn sem komið er. Olíuverð stendur nú í 78 bandaríkjadölum fatið og hefur aldrei verið hærra. Verðið hefur hækkað dag frá degi síðan Ísraelar hófu árásir á Líbanon og slegið hvert metið á fætur öðru. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur fjórfaldast frá því snemma árs 2002. Olíuverð hér heima er á bilinu 127,90 til 134,4 krónur fyrir lítra af bensíni eftir því hvar keypt er. Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir í raun ómögulegt að spá fyrir um þróun olíuverðs. Hann segir bæði mikla eftirspurn eftir olíu auk ástandsins í Austurlöndum nær halda olíuverði svo háu sem raun ber vitni. "Það er viðvarandi eftirspurn eftir olíu. Þetta virðist ekki ennþá farið að hafa áhrif á hegðun fólks." Már segir einnig fróðlegt að bera saman olíuverð á Íslandi og í nágrannalöndunum. "Maður þarf nú ekki að leita lengra en til Danmerkur til að finna hærra verð á bensíni en hér á landi." Bensínlítrinn hjá Shell í Danmörku kostar rúmar 138 íslenskar krónur. Hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af hækkandi olíuverði; FTSE-vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um tæp þrjú prósent undanfarna viku. Bandaríska Dow Jones-vísitalan féll um 1,5 prósent á fimmtudag og eins fór með hina japönsku NIKKEI. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúmt prósent í liðinni viku. Hlutabréf í færeyska olíuleitarfyrirtækinu Atlantic Petroleum, sem skráð er í Kauphöllina, hækkuðu um þrjú prósent. Þrátt fyrir að hvorki Ísraelar né Líbanir framleiði olíu óttast sérfræðingar að átökin breiðist út og hafi þá áhrif á olíuvinnslu í Austurlöndum nær. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, lét einmitt í veðri vaka að Íranar væru tilbúnir að koma nágrannaþjóðum sínum til hjálpar "Ef Ísraelar láta sprengjur falla í Sýrlandi mun það hafa alvarlegar afleiðingar", sagði forsetinn. Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Olíuverð stendur nú í 78 bandaríkjadölum fatið og hefur aldrei verið hærra. Verðið hefur hækkað dag frá degi síðan Ísraelar hófu árásir á Líbanon og slegið hvert metið á fætur öðru. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur fjórfaldast frá því snemma árs 2002. Olíuverð hér heima er á bilinu 127,90 til 134,4 krónur fyrir lítra af bensíni eftir því hvar keypt er. Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir í raun ómögulegt að spá fyrir um þróun olíuverðs. Hann segir bæði mikla eftirspurn eftir olíu auk ástandsins í Austurlöndum nær halda olíuverði svo háu sem raun ber vitni. "Það er viðvarandi eftirspurn eftir olíu. Þetta virðist ekki ennþá farið að hafa áhrif á hegðun fólks." Már segir einnig fróðlegt að bera saman olíuverð á Íslandi og í nágrannalöndunum. "Maður þarf nú ekki að leita lengra en til Danmerkur til að finna hærra verð á bensíni en hér á landi." Bensínlítrinn hjá Shell í Danmörku kostar rúmar 138 íslenskar krónur. Hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af hækkandi olíuverði; FTSE-vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um tæp þrjú prósent undanfarna viku. Bandaríska Dow Jones-vísitalan féll um 1,5 prósent á fimmtudag og eins fór með hina japönsku NIKKEI. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúmt prósent í liðinni viku. Hlutabréf í færeyska olíuleitarfyrirtækinu Atlantic Petroleum, sem skráð er í Kauphöllina, hækkuðu um þrjú prósent. Þrátt fyrir að hvorki Ísraelar né Líbanir framleiði olíu óttast sérfræðingar að átökin breiðist út og hafi þá áhrif á olíuvinnslu í Austurlöndum nær. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, lét einmitt í veðri vaka að Íranar væru tilbúnir að koma nágrannaþjóðum sínum til hjálpar "Ef Ísraelar láta sprengjur falla í Sýrlandi mun það hafa alvarlegar afleiðingar", sagði forsetinn.
Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira