Erlent

Reknir starfsmenn veikjast

Sífellt fleiri atvinnurekendur upplifa nú að starfsmenn sem sagt er upp tilkynna sig veika út uppsagnarfrestinn. Í stað þess að mæta í vinnuna, fara þeir til læknis og fá veikindavottorð. Þetta kemur fram á fréttavef danska ríkisútvarpsins.

Dansk Handel & Service lét gera rannsóknina, og í henni kemur fram að þessi þróun fer vaxandi.

Þó algengt sé að fólk upplifi sálræn vandamál eftir að vera rekið, er ekki eðlilegt að þau vari alla þá sex mánuði sem uppsagnarfresturinn í Danmörku er, að sögn Charlotte Vester, lögmanns Dansk Handel & Service.

Hún telur það vera allt of auðvelt fyrir fólk að verða sér úti um læknisvottorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×