Segir stúdentsprófið ekki ávísun á háskólavist 13. júlí 2006 07:30 Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með tillögur nefndarinnar þótt enginn sé óánægður. Skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði er efins um að þær hafi mikil áhrif á starfsnám. MYND/úr safni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í gær niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms þar sem meðal annars komu fram tillögur að því að hefðbundin aðgreining starfsnáms og bóknáms í framhaldsskólum yrði afnumin og að skólum yrði veitt meira frelsi en áður til að bjóða margvíslegt nám til stúdentsprófs. Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með niðurstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að verði hugmyndirnar að veruleika gæti komið til þess að stúdentspróf yrði ekki lengur ávísun á að komast inn í háskólanám. "Vissulega getur það orðið. Það virðist vera þannig að framhaldsskólarnir fái miklu meira svigrúm til að skipuleggja nám sitt og síðan munu háskólarnir bara meta það hvað af þessu námi er eftirsóknarvert fyrir þá að fá inn." Þorsteinn er þó jákvæður í garð tillagnanna. "Háskólanám þarf líka á starfsnámi að halda í sinni uppbyggingu, þannig að ég held að þetta geti farið vel saman." Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er ánægður með niðurstöðuna. "Ég er mjög ánægður með það að það eigi að veita skólunum meira frelsi og að það eigi að hafa kjarnann tiltölulega einfaldan og rúman eins og þarna er stungið upp á." Hann segir að afnám aðgreiningar starfsnáms og bóknáms sé ekkert nýtt, því það hafi lengi verið undir skólunum sjálfum komið hvort þeir viðurkenni verknám sem hluta stúdentsprófs. Í Menntaskólanum á Akureyri hafi til dæmis áður verið boðið upp á það að nemendur tækju hluta af sínu stúdentsprófi í verknámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Það er hvergi í þessum tillögum heldur minnst á það hversu langt námið á að vera og þess vegna er þarna verið að leysa úr þeim fjötrum sem umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs er komin í." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður menntanefndar ASÍ, segir að loksins sé stigið skynsamlegt skref í átt að því að jafna stöðu starfsnáms og bóknáms. "Hingað til hafa aðgerðir stjórnvalda frekar miðast við að gera hlut starfsmenntunar lægri en hefur verið með því að leggja niður starfsbrautir og fleira í þeim dúr." Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, er efins um að tillögurnar hafi mikil áhrif á starfsnám. "Starfsnámið er og hefur alltaf verið hornreka og ég efast um að þetta breyti miklu þar um. Afnám aðgreiningarinnar er jákvæð í sjálfu sér en þetta er bara á pappírum enn sem komið er." Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður náði tali af þeim í gær. Hagsmunaráð framhaldsskólanema mun funda um málið í kvöld og hyggst taka afstöðu að fundinum loknum. Innlent Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í gær niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms þar sem meðal annars komu fram tillögur að því að hefðbundin aðgreining starfsnáms og bóknáms í framhaldsskólum yrði afnumin og að skólum yrði veitt meira frelsi en áður til að bjóða margvíslegt nám til stúdentsprófs. Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með niðurstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að verði hugmyndirnar að veruleika gæti komið til þess að stúdentspróf yrði ekki lengur ávísun á að komast inn í háskólanám. "Vissulega getur það orðið. Það virðist vera þannig að framhaldsskólarnir fái miklu meira svigrúm til að skipuleggja nám sitt og síðan munu háskólarnir bara meta það hvað af þessu námi er eftirsóknarvert fyrir þá að fá inn." Þorsteinn er þó jákvæður í garð tillagnanna. "Háskólanám þarf líka á starfsnámi að halda í sinni uppbyggingu, þannig að ég held að þetta geti farið vel saman." Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er ánægður með niðurstöðuna. "Ég er mjög ánægður með það að það eigi að veita skólunum meira frelsi og að það eigi að hafa kjarnann tiltölulega einfaldan og rúman eins og þarna er stungið upp á." Hann segir að afnám aðgreiningar starfsnáms og bóknáms sé ekkert nýtt, því það hafi lengi verið undir skólunum sjálfum komið hvort þeir viðurkenni verknám sem hluta stúdentsprófs. Í Menntaskólanum á Akureyri hafi til dæmis áður verið boðið upp á það að nemendur tækju hluta af sínu stúdentsprófi í verknámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Það er hvergi í þessum tillögum heldur minnst á það hversu langt námið á að vera og þess vegna er þarna verið að leysa úr þeim fjötrum sem umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs er komin í." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður menntanefndar ASÍ, segir að loksins sé stigið skynsamlegt skref í átt að því að jafna stöðu starfsnáms og bóknáms. "Hingað til hafa aðgerðir stjórnvalda frekar miðast við að gera hlut starfsmenntunar lægri en hefur verið með því að leggja niður starfsbrautir og fleira í þeim dúr." Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, er efins um að tillögurnar hafi mikil áhrif á starfsnám. "Starfsnámið er og hefur alltaf verið hornreka og ég efast um að þetta breyti miklu þar um. Afnám aðgreiningarinnar er jákvæð í sjálfu sér en þetta er bara á pappírum enn sem komið er." Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður náði tali af þeim í gær. Hagsmunaráð framhaldsskólanema mun funda um málið í kvöld og hyggst taka afstöðu að fundinum loknum.
Innlent Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira