Slagsmál brutust út á Úkraínuþingi 13. júlí 2006 04:45 Gripinn hálstaki Til stympinga kom á Úkraínuþingi í gær vegna deilna um stjórnarmyndun. Enginn meiddist þó alvarlega en einn þingmanna hlaut blóðnasir. MYND/AP Slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í gær þegar Viktor Júsjenko forseti var beðinn um að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, í embætti forsætisráðherra. Andstæðingar Júsjenkos hafa boðað víðtækar mótmælaaðgerðir til þess að hindra að hann komist til valda á ný. Fyrir utan þinghúsið hafa nú hópar mótmælenda sett upp tjaldbúðir og búa sig undir langa baráttu, ekki ósvipað „appelsínugulu“ byltingunni haustið 2004 þegar Júsjenko fór í forystu fyrir andstæðingum Janúkovitsj, sem þá var forseti. Allt frá þingkosningunum í mars síðastliðnum hafa flokkarnir á þingi átt í mestu vandræðum með að koma sér saman um starfhæfa meirihlutastjórn. Héraðaflokkurinn, sem er flokkur Janúkovitsj, náði í síðustu viku samkomulagi um stjórnarmyndun við tvo flokka, Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn, en sá síðarnefndi hafði áður lofað þátttöku í „appelsínugulri“ stjórn með Okkar Úkraínu, sem er flokkur Júsjenkos, og Flokki Júlíu Tímosjenko, sem átti að verða forsætisráðherra í þeirri stjórn. Helsta ágreiningsefnið snýst um það hvort Úkraína eigi að halla sér meir að Rússlandi, eins og Janúkovitsj fyrrverandi forseti vill, eða sækjast eftir nánari tengslum við Evrópusambandið og Nató eins og Júsjenko forseti stefnir að. Í austanverðri Úkraínu, þar sem iðnvæðing er mikil, hallast menn frekar að Rússlandi, enda tala flestir íbúar austurhlutans rússnesku. Í vesturhluta landsins talar fólk hins vegar úkraínsku og vill nánari tengsl við Evrópu til þess að vega upp á móti sögulega sterkum áhrifum frá Rússlandi.- gb Erlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í gær þegar Viktor Júsjenko forseti var beðinn um að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, í embætti forsætisráðherra. Andstæðingar Júsjenkos hafa boðað víðtækar mótmælaaðgerðir til þess að hindra að hann komist til valda á ný. Fyrir utan þinghúsið hafa nú hópar mótmælenda sett upp tjaldbúðir og búa sig undir langa baráttu, ekki ósvipað „appelsínugulu“ byltingunni haustið 2004 þegar Júsjenko fór í forystu fyrir andstæðingum Janúkovitsj, sem þá var forseti. Allt frá þingkosningunum í mars síðastliðnum hafa flokkarnir á þingi átt í mestu vandræðum með að koma sér saman um starfhæfa meirihlutastjórn. Héraðaflokkurinn, sem er flokkur Janúkovitsj, náði í síðustu viku samkomulagi um stjórnarmyndun við tvo flokka, Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn, en sá síðarnefndi hafði áður lofað þátttöku í „appelsínugulri“ stjórn með Okkar Úkraínu, sem er flokkur Júsjenkos, og Flokki Júlíu Tímosjenko, sem átti að verða forsætisráðherra í þeirri stjórn. Helsta ágreiningsefnið snýst um það hvort Úkraína eigi að halla sér meir að Rússlandi, eins og Janúkovitsj fyrrverandi forseti vill, eða sækjast eftir nánari tengslum við Evrópusambandið og Nató eins og Júsjenko forseti stefnir að. Í austanverðri Úkraínu, þar sem iðnvæðing er mikil, hallast menn frekar að Rússlandi, enda tala flestir íbúar austurhlutans rússnesku. Í vesturhluta landsins talar fólk hins vegar úkraínsku og vill nánari tengsl við Evrópu til þess að vega upp á móti sögulega sterkum áhrifum frá Rússlandi.- gb
Erlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira