Aðgreining bók- og starfsnáms afnumin 12. júlí 2006 07:00 tækifæri Hugmyndin um breyttan framhaldsskóla býður upp á fjölmörg tækifæri. Ungt fólk mun væntanlega hafa úr nýjum spennandi námsleiðum að velja innan skamms. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra boðar nýja sýn á tilhögun framhaldsskólanáms hér á landi. Afnumin skal aðgreining náms í starfsnám og bóknám svo úr verði ein heild með fjölmörgum mismunandi námsleiðum. Með þessu er ætlunin að gera starfsnám jafngilt bóknámi í þeirri von að nemum í iðn- og starfsnámi fjölgi. Skólum verður veitt frelsi til að skipuleggja og bjóða nám í samræmi við þarfir nemenda og kröfur næsta skólastigs eða þeirrar atvinnu sem hugur nemenda stefnir til. Þessar róttæku hugmyndir eru byggðar á skýrslu nefndar sem skipuð var til að endurskoða starfsnám. Nefndin gekk lengra í tillögum sínum en upphaflega var lagt af stað með enda segir formaður hennar, Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands, að ekki hafi verið hægt að móta raunhæfar hugmyndir án þess að taka tillit til framhaldsskólanáms á heildrænan hátt. Þorgerður telur að aukin áhersla á iðn- og starfsnám sé nauðsynleg til að takast á við breyttar aðstæður í samfélaginu og þarfir atvinnulífsins og háskólanna í landinu. "Hugmyndir og orðræðan um starfsnám annars vegar og bóknám hins vegar eru lagðar til hliðar og nú verður aðeins talað um framhaldsskóla. Að mínu mati skapar þessi hugsun ákveðna heildarmynd og býður upp á endalaus tækifæri." Námið í hinum nýja framhaldsskóla, eins og nefndarmenn kjósa að kalla hann, verður byggt upp af kjarna í íslensku, stærðfræði og ensku en allt nám þar fyrir utan verður metið jafnt til stúdentsprófs. Námið umfram kjarnafögin verður skipulagt í samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífsins. Aðspurð hvort umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs sé með þessum hugmyndum úr sögunni, segir Þorgerður að hugmyndirnar séu í samræmi við það sem rætt hafi verið á milli ráðuneytisins og Kennarasambands Íslands varðandi tíu skrefa samkomulagið. "Ég hef sagt að ef skólar vilja vera lengur þá verði þeir lengur en það eru ákveðnar kröfur sem þeir þurfa að uppfylla. Ég held að þessar tillögur séu í samræmi við breyttu námsskipanina og við erum komin vel á veg þar. Við ættum að koma upp úr skotgröfunum hvað varðar tímann, við vitum að hann má nýta betur, og huga fyrst og fremst að inntaki námsins. Við verðum að veita skólunum meira frelsi og minnka miðstýringu. Hér gefst tækifæri fyrir alla skóla að halda í sín sérkenni ef þeir kjósa svo." Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra boðar nýja sýn á tilhögun framhaldsskólanáms hér á landi. Afnumin skal aðgreining náms í starfsnám og bóknám svo úr verði ein heild með fjölmörgum mismunandi námsleiðum. Með þessu er ætlunin að gera starfsnám jafngilt bóknámi í þeirri von að nemum í iðn- og starfsnámi fjölgi. Skólum verður veitt frelsi til að skipuleggja og bjóða nám í samræmi við þarfir nemenda og kröfur næsta skólastigs eða þeirrar atvinnu sem hugur nemenda stefnir til. Þessar róttæku hugmyndir eru byggðar á skýrslu nefndar sem skipuð var til að endurskoða starfsnám. Nefndin gekk lengra í tillögum sínum en upphaflega var lagt af stað með enda segir formaður hennar, Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands, að ekki hafi verið hægt að móta raunhæfar hugmyndir án þess að taka tillit til framhaldsskólanáms á heildrænan hátt. Þorgerður telur að aukin áhersla á iðn- og starfsnám sé nauðsynleg til að takast á við breyttar aðstæður í samfélaginu og þarfir atvinnulífsins og háskólanna í landinu. "Hugmyndir og orðræðan um starfsnám annars vegar og bóknám hins vegar eru lagðar til hliðar og nú verður aðeins talað um framhaldsskóla. Að mínu mati skapar þessi hugsun ákveðna heildarmynd og býður upp á endalaus tækifæri." Námið í hinum nýja framhaldsskóla, eins og nefndarmenn kjósa að kalla hann, verður byggt upp af kjarna í íslensku, stærðfræði og ensku en allt nám þar fyrir utan verður metið jafnt til stúdentsprófs. Námið umfram kjarnafögin verður skipulagt í samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífsins. Aðspurð hvort umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs sé með þessum hugmyndum úr sögunni, segir Þorgerður að hugmyndirnar séu í samræmi við það sem rætt hafi verið á milli ráðuneytisins og Kennarasambands Íslands varðandi tíu skrefa samkomulagið. "Ég hef sagt að ef skólar vilja vera lengur þá verði þeir lengur en það eru ákveðnar kröfur sem þeir þurfa að uppfylla. Ég held að þessar tillögur séu í samræmi við breyttu námsskipanina og við erum komin vel á veg þar. Við ættum að koma upp úr skotgröfunum hvað varðar tímann, við vitum að hann má nýta betur, og huga fyrst og fremst að inntaki námsins. Við verðum að veita skólunum meira frelsi og minnka miðstýringu. Hér gefst tækifæri fyrir alla skóla að halda í sín sérkenni ef þeir kjósa svo."
Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira