Erlent

Dúkkur hafa lækningarmátt

dúkkur lækna Breskir vísindamenn hafa uppgötvað að dúkkur og bangsar eru afar gagnleg Alzheimer-sjúklingum.
dúkkur lækna Breskir vísindamenn hafa uppgötvað að dúkkur og bangsar eru afar gagnleg Alzheimer-sjúklingum. MYND/Heiða

Dúkkur og bangsar geta hjálpað Alzheimer-sjúklingum við að hafa samskipti við annað fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem breskir vísindamenn gerðu á hjúkrunarheimili í Newcastle í Bretlandi,

Alzheimer-sjúkdómurinn getur valdið því að fólk tapar vitrænum, félagslegum og tilfinningalegum hæfileikum sínum. Engin lækning er til við honum, en hann herjar helst á aldrað fólk.

Hafi sjúklingurinn eitthvað sem hann ber ábyrgð á, líkt og dúkku, getur það minnkað streitu, hjálpað sjúklingnum að eiga samskipti við annað fólk og minnkað líkurnar á að sjúklingurinn einangrist, kemur fram í rannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á ráðstefnu um sálfræði sem haldin var nýverið í Bretlandi.

Þessi áhugaverða og frumlega rannsókn sýnir hversu mikilvægt það er að fá fólk til að taka þátt í þýðingarmiklum athöfnum á öllum stigum vitglapa, hafði BBC eftir Clive Evans hjá Alzheimer-samtökum Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×