Erlent

Einstein átti tíu ástkonur

Frá sýningu hebreska háskólans
Þrettán hundruð bréfa Einsteins eru nú til rannsóknar hjá Hebreska háskólanum í Jerúsalem.
Frá sýningu hebreska háskólans Þrettán hundruð bréfa Einsteins eru nú til rannsóknar hjá Hebreska háskólanum í Jerúsalem. MYND/AP

Margt nýtt hefur komið í ljós varðandi einkalíf Alberts Einstein eftir að Hebreski háskólinn í Jerúsalem hófst handa við að rannsaka gríðarstórt bréfasafn hans, en Einstein var einn af stofnendum skólans.

Bréfin eru 1.300 talsins og voru skrifuð á árunum milli 1912 og 1955, en sett hafði verið sem skilyrði fyrir aðgangi að bréfasafninu að það yrði lokað almenningi í tuttugu ár eftir andlát Margot Einstein, stjúpdóttur nóbelsverðlaunahafans.

Einstein var tvígiftur en átti tíu ástkonur. Ein þeirra, hin þýska Ethel Michanowski, ofsótti hann og elti milli landa, samkvæmt umkvörtunum Einsteins í bréfi til stjúpdóttur sinnar. Það vekur ekki minnsta athygli hversu berorður Einstein er um framhjáhöld sín í bréfum til fjölskyldu sinnar, en samband hans við fyrstu eiginkonu sína hefur á stundum verið álitið "grimmilegt". Hinar nýju uppgötvanir sýna áður óþekkta og mýkri hlið á Einstein og tók hann til að mynda mun virkari þátt í uppeldi barna sinna en áður var talið.

Á einum stað lýsir Einstein því dapurlega að brátt verði hann leiður á afstæðiskenningunni, jafnvel slíkt viðfangsefni gangi til þurrðar á endanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×