Eykur sjálfstraust og félagshæfni 11. júlí 2006 06:15 Ólympíuleikar andlega fatlaðra, eða Special Olympics, eru íþróttahátíð sem haldin er á fjögurra ára fresti, líkt og Ólympíuleikarnir og Ólympíuleikar fatlaðra, Paralympic Games. Keppnin var stofnuð af Eunice Kennedy Shriver á sjöunda áratugnum en systir hennar, Rosemary Kennedy, sem var andlega fötluð, varð henni innblástur til að koma keppninni á fót. Slagorð keppninnar er „Gefðu mér færi á að sigra. En ef ég get ekki sigrað, leyfðu mér að gera hugrakka tilraun til þess.“ Hvert er markmið keppninnar?Keppnin snýst um að hjálpa andlega fötluðum að öðlast sjálfstraust og félagshæfni með íþróttaiðkun og keppnisanda. Keppendurnir fá einnig mikilvæga líkamlega þjálfun og bæta þannig heilsu sína. Það er trú skipuleggjenda að líðan andlega fatlaðra einstaklinga sé hægt að stórbæta með íþróttaiðkun og félagslegum samskiptum við þjálfara sína og mótherja. Takmark hefur verið sett um að fjölga þátttakendum í leikunum til muna. Hvernig er skipulag keppninnar?Yfir tvær milljónir keppenda, frá börnum til fullorðna, taka þátt í íþróttastarfinu í meira en 150 löndum. Samtökin bjóða upp á þjálfun fyrir keppendur allan ársins hring og keppni í 26 vetrar- og sumaríþróttum. Þátttaka kostar ekkert og keppt er í mörgum flokkum eftir getu og aðstæðum hvers og eins. Seinustu sumarleikar voru haldnir í Dyflinni á Írlandi árið 2003, en þeir voru þeir fyrstu sem haldnir voru utan Bandaríkjanna. Næstu sumarleikar verða í Shanghai á næsta ári. Árið 2005 var svo vetrarkeppni í Nagano, en næsta vetrarkeppni verður haldin í Idaho-ríki í Bandaríkjunum. Innlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Ólympíuleikar andlega fatlaðra, eða Special Olympics, eru íþróttahátíð sem haldin er á fjögurra ára fresti, líkt og Ólympíuleikarnir og Ólympíuleikar fatlaðra, Paralympic Games. Keppnin var stofnuð af Eunice Kennedy Shriver á sjöunda áratugnum en systir hennar, Rosemary Kennedy, sem var andlega fötluð, varð henni innblástur til að koma keppninni á fót. Slagorð keppninnar er „Gefðu mér færi á að sigra. En ef ég get ekki sigrað, leyfðu mér að gera hugrakka tilraun til þess.“ Hvert er markmið keppninnar?Keppnin snýst um að hjálpa andlega fötluðum að öðlast sjálfstraust og félagshæfni með íþróttaiðkun og keppnisanda. Keppendurnir fá einnig mikilvæga líkamlega þjálfun og bæta þannig heilsu sína. Það er trú skipuleggjenda að líðan andlega fatlaðra einstaklinga sé hægt að stórbæta með íþróttaiðkun og félagslegum samskiptum við þjálfara sína og mótherja. Takmark hefur verið sett um að fjölga þátttakendum í leikunum til muna. Hvernig er skipulag keppninnar?Yfir tvær milljónir keppenda, frá börnum til fullorðna, taka þátt í íþróttastarfinu í meira en 150 löndum. Samtökin bjóða upp á þjálfun fyrir keppendur allan ársins hring og keppni í 26 vetrar- og sumaríþróttum. Þátttaka kostar ekkert og keppt er í mörgum flokkum eftir getu og aðstæðum hvers og eins. Seinustu sumarleikar voru haldnir í Dyflinni á Írlandi árið 2003, en þeir voru þeir fyrstu sem haldnir voru utan Bandaríkjanna. Næstu sumarleikar verða í Shanghai á næsta ári. Árið 2005 var svo vetrarkeppni í Nagano, en næsta vetrarkeppni verður haldin í Idaho-ríki í Bandaríkjunum.
Innlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira