Erlent

Ofbeldisverkið enn óútskýrt

Zinedine Zidane Mætti í matarboð hjá Jacques Chirac í gær, ásamt öðrum meðlimum franska landsliðsins.
Zinedine Zidane Mætti í matarboð hjá Jacques Chirac í gær, ásamt öðrum meðlimum franska landsliðsins. MYND/Nordicphotos/afp

Miklar umræður hafa verið um ofbeldisverk Zinedines Zidane á HM í fótbolta, en hann gekk, að því er virtist sallarólegur, upp að Ítalanum Marco Materazzi og skallaði hann beint á brjóstkassann í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Materazzi hafði stuttu áður tekið utan um axlir Zidanes í ítölsku vörninni og líklega látið einhver misfalleg orð falla um Frakkann knáa.

Kenningar eru uppi um að Materazzi hafi sagt eitthvað um móður Zidane, en SOS-samtökin frönsku, sem berjast gegn kynþáttahatri, segjast hafa ýmsar heimildir fyrir því að Materazzi hafi kallað Zidane "sóðalegan hryðjuverkamann," en Zidane er múslimi af alsírsku bergi brotinn. Materazzi neitaði þeim ásökunum í viðtali við ítalska fjölmiðla í gær, en vildi ekki skýra nákvæmlega frá því hvað hann hefði sagt.

Thierre Henry, sóknarmaður franska liðsins, minnti á að Zidane var alinn upp og lærði að spila fótbolta í fátæku hverfi þar sem eðlilegt var að svara móðgunum með ofbeldi. "Það má fjarlægja manninn úr gettóinu, en það er ekki hægt að fjarlægja gettóið úr manninum," sagði Henry.

Þetta þykja raunaleg endalok á ferli hins goðsagnakennda Zidane, sem var kosinn maður mótsins, áður en atvikið átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×